Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 126
124
Orð og tunga
Ég kannaði líka sagnimar í (8) sem geta tekið með sér nefnifallsand-
lag (sbr. Jóni leiddist bókin). Með öllum þessum sögnum er sýnt nefni-
fallsandlag í OS nema sögninni batna (sbr. Mér batnaði veikin). Þar eru
aðeins sýnd dæmi án andlags.
(8) batna, blöskra, falla, gremjast, leiðast, líka, mistakast, ofbjóða og sáma
Með sögnum er mikilvægt að nota beygingarmyndir sem sýna ótví-
rætt hvaða falli þær stýra. Þetta kemur oftast skýrt fram í OS. Ég hef
t.d. aðeins fundið tvö dæmi þar sem ekki sést hvaða aukafalli tiltek-
in sögn stýrir á andlaginu og það er með sögnunum klastra saman og
smyrja:
(9) a. klastra saman: geturðu ekki klastrað saman bókahillu fyrir mig?
b. smyrja: smyrja <feiti> á <steikina>
Báðar þessar sagnir stýra þágufalli á andlagi en það sést ekki í þessum
dæmum (sem jafnframt eru einu þágufallsdæmin með þessum sögn-
um í OS) þar sem bókahilla ogfeiti eru eins í öllum aukaföllum eintölu.2
Þá eru ýmis dæmi um að fallstjórnin komi aðeins fram í beyging-
armyndum sem eru eins í nefnifalli og þolfalli, sbr. sagnirnar samhæfa,
breikka og smækka:3
(10) a. samhæfa: samhæfa <hreyfingar, viðbrögð við e-u, aðgerðir>
b. breikka: bilið milli þeirra hefur breikkað
c. smækka: skaflinn í hlíðintii smækkar dagfrá degi, hann er alltafað smækka
Fyrir þá sem hafa íslensku að móðurmáli ætti þetta ekki að koma
að sök því þeir vita að samhæfa stýrir þolfalli á andlagi og breikka og
stnækka taka með sér frumlag í nefnifalli. Fyrir þá notendur sem ekki
hafa náð fullu valdi á íslensku getur þetta hins vegar verið vandamál
og dregið úr notagildi bókarinnar.
2.3 Val uppflettiorða
Það er alltaf umdeilanlegt hvaða orð skuli taka með í orðabækur og
höfundur bókar eins og OS þarf því óhjákvæmilega að velja og hafna
eftir bestu getu. Ég hef ekki gert skipulega úttekt á orðaforðanum í OS
2Sögnin smyrja stýrir líka þolfalli á andlagi (sbr. smyrja vélina) og það kemur skýrt
fram í OS.
3Undirstrikun er hér notuð til að vekja athygli á nafnorðinu sem á að sýna fall
frumlagsins eða andlagsins.