Orð og tunga - 01.06.2005, Side 29

Orð og tunga - 01.06.2005, Side 29
Jón Hilmar Jónsson: Aðgangur og efnisskipan í ísl.-erl. orðabókum T7 því leyti sem slíkt jafngildi málanna er eða er talið vera fyrir hendi eru jafnheitin látin tala sínu máli um merkingu orðanna, án þess að krafist sé nánari skýringa. Þetta gildir einnig um drjúgan hluta þeirra orðasambanda sem tilgreind eru í viðfangsmálinu, hvort sem þau birt- ast innan flettiorðaskrárinnar eða undir einstökum (einyrtum) fletti- orðum. í mörgum tvímála orðabókum fer tiltölulega mikið fyrir föst- um orðasamböndum, ekki síst orðtökum, samanborið við orðastæður og önnur lausari sambönd. Það skýrist að miklu leyti af því að hin fastari sambönd eiga sér fremur beinar samsvaranir og skýrari jafn- heiti en laustengdari sambönd (um fast- og laustengd orðasambönd og tengsl orðasambanda og notkunardæma sjá m.a. Jón Hilmar Jóns- son 2001b:61-62). Sú lýsing á orðaforða viðfangsmálsins sem endurspeglast í jafn- heitum markmálsins felur í sér víðtækan merkingarlegan samanburð og greiningu. Merkingareinkenni orðanna eru þannig algerlega í fyrir- rúmi í tvímála orðabókarlýsingu þótt ekki sé nema að litlu leyti um að ræða beinar merkingarskýringar eða skilgreiningar. Það fer held- ur ekki hjá því að áhugi og athygli notenda beinist fyrst og fremst að merkingunni, og þá ekki einungis að samsvöruninni sem slíkri held- ur að þeirri heildarmynd sem jafngildi málanna og jafnheitin birta af merkingu orða og orðasambanda. Flestum notendum er vel ljóst að orðafar málanna stenst misjafnlega vel á og vissara er að gera ráð fyr- ir meiri eða minni missvörun á milli viðfangsorðs (þ.e. orðsins sem þýtt er) og jafnheitis. Jafnheitið getur átt við þrengra merkingarsvið en viðfangsorðið eða haft víðtækari merkingu þótt merkingarkjarn- inn sé greinilega sameiginlegur. Notendur verða einnig að gera ráð fyrir að víða sé gert upp á milli hugsanlegra jafnheita og aðeins valið eitt eða örfá heiti úr stærri hópi orða eða orðasambanda sem til greina koma. Notendum sem hafa viðfangsmálið að móðurmáli og vilja nálg- ast orðafar tiltekins merkingarsviðs markmálsins dugar skammt að grípa til flettiorðs af viðkomandi merkingarsviði og sjá jafnheiti þess. Merkingarlega samstætt orðafar markmálsins kemur aðeins fram í smábrotum þegar best lætur, og innan viðfangsmálsins eru slíkar sam- stæður enn ósýnilegri ef undan er skilið það orðafar sem stafrófsröð og sameiginlegir orðhlutar binda saman. Þótt merkingarþátturinn skipti þannig öllu máli í tvímála orða- bókarlýsingu er hann aðeins að litlu leyti virkur gagnvart notend- um til leitaraðgerða og efnisflokkunar. Hin formlega hlið og búning-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.