Orð og tunga - 01.06.2005, Page 29
Jón Hilmar Jónsson: Aðgangur og efnisskipan í ísl.-erl. orðabókum T7
því leyti sem slíkt jafngildi málanna er eða er talið vera fyrir hendi
eru jafnheitin látin tala sínu máli um merkingu orðanna, án þess að
krafist sé nánari skýringa. Þetta gildir einnig um drjúgan hluta þeirra
orðasambanda sem tilgreind eru í viðfangsmálinu, hvort sem þau birt-
ast innan flettiorðaskrárinnar eða undir einstökum (einyrtum) fletti-
orðum. í mörgum tvímála orðabókum fer tiltölulega mikið fyrir föst-
um orðasamböndum, ekki síst orðtökum, samanborið við orðastæður
og önnur lausari sambönd. Það skýrist að miklu leyti af því að hin
fastari sambönd eiga sér fremur beinar samsvaranir og skýrari jafn-
heiti en laustengdari sambönd (um fast- og laustengd orðasambönd
og tengsl orðasambanda og notkunardæma sjá m.a. Jón Hilmar Jóns-
son 2001b:61-62).
Sú lýsing á orðaforða viðfangsmálsins sem endurspeglast í jafn-
heitum markmálsins felur í sér víðtækan merkingarlegan samanburð
og greiningu. Merkingareinkenni orðanna eru þannig algerlega í fyrir-
rúmi í tvímála orðabókarlýsingu þótt ekki sé nema að litlu leyti um
að ræða beinar merkingarskýringar eða skilgreiningar. Það fer held-
ur ekki hjá því að áhugi og athygli notenda beinist fyrst og fremst að
merkingunni, og þá ekki einungis að samsvöruninni sem slíkri held-
ur að þeirri heildarmynd sem jafngildi málanna og jafnheitin birta af
merkingu orða og orðasambanda. Flestum notendum er vel ljóst að
orðafar málanna stenst misjafnlega vel á og vissara er að gera ráð fyr-
ir meiri eða minni missvörun á milli viðfangsorðs (þ.e. orðsins sem
þýtt er) og jafnheitis. Jafnheitið getur átt við þrengra merkingarsvið
en viðfangsorðið eða haft víðtækari merkingu þótt merkingarkjarn-
inn sé greinilega sameiginlegur. Notendur verða einnig að gera ráð
fyrir að víða sé gert upp á milli hugsanlegra jafnheita og aðeins valið
eitt eða örfá heiti úr stærri hópi orða eða orðasambanda sem til greina
koma. Notendum sem hafa viðfangsmálið að móðurmáli og vilja nálg-
ast orðafar tiltekins merkingarsviðs markmálsins dugar skammt að
grípa til flettiorðs af viðkomandi merkingarsviði og sjá jafnheiti þess.
Merkingarlega samstætt orðafar markmálsins kemur aðeins fram í
smábrotum þegar best lætur, og innan viðfangsmálsins eru slíkar sam-
stæður enn ósýnilegri ef undan er skilið það orðafar sem stafrófsröð
og sameiginlegir orðhlutar binda saman.
Þótt merkingarþátturinn skipti þannig öllu máli í tvímála orða-
bókarlýsingu er hann aðeins að litlu leyti virkur gagnvart notend-
um til leitaraðgerða og efnisflokkunar. Hin formlega hlið og búning-