Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 38

Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 38
36 Orð og tunga sitt á íslenskri orðanotkun dugi ekki orðbundinn aðgangur að ís- lenskri orðabókarlýsingu, þar sem lýsing hvers einstaks orð er ein- angruð heild. Arangurinn byggist á því að notendur séu meðvitað- ir um efnisskipan og framsetningu lýsingarinnar og geti nýtt sér al- menna mál- og málfræðiþekkingu sína til að velja vænlegustu leitar- aðgerð hverju sinni. Um leið er gert ráð fyrir að merking og ýmis notk- unareinkenni orða og orðasambanda verði í mörgum tilvikum ráðin af þeirri mynd sem leitarniðurstaðan birtir, m.a. í ljósi hliðstæðra orða og sambanda. Það getur þýtt að bein jafnheiti gegni minna hlutverki til skýringar á merkingu orða og séu jafnvel í sumum tilvikum óþörf. Á þennan hátt er losað um þær skorður sem takmarkaður kunn- ugleiki á íslenskum orðaforða og orðanotkun setur mörgum erlend- um notendum andspænis íslenskri orðabókarlýsingu. Margir notend- ur eru reyndar í þeirri stöðu að geta helst nálgast lýsingu orða í er- lendu máli með því að leita jafnheita við orð og orðasambönd úr sínu eigin máli í tvímála orðabók. Sú leið getur vissulega verið árangurs- rík og notandinn nýtur þess að ganga út frá kunnáttu sem hann get- ur treyst. Á hinn bóginn eru allt aðrar aðstæður uppi þegar orðafarið sem athuga skal hefur stöðu markmáls og er valið og afmarkað með þeim takmörkunum sem efni viðfangsmálsins setur því. I því sam- hengi býðst engin yfirsýn um samstætt orðafar af neinu tagi og harla ófullkomin mynd af mikilvægum notkunareinkennum, svo sem setn- ingarlegum venslum í orðanotkun, fallstjórn o.s.frv. Samt sem áður er enginn leiðarvísir nærtækari og skýrari andspænis lýsingu á er- lendu orðafari en orð úr máli sem notandinn gjörþekkir. Gagnvart orðabókarlýsingu eins og þeirri sem fram kemur í Orðaheimi er raun- hæft að bjóða notendum slíkan aðgang með því að opna þeim leið um jafnheiti við íslensku hugtakaheitin. Með því móti getur fyrsta álykt- un um leitarleið beinst að orði í máli notandans eða öðru máli honum nærtæku, þaðan sem slóðin er rakin í gegnum íslenskt hugtaksheiti að tilteknu orðafari, orðasambandi eða orði, sem að nokkru leyti skýrist af stöðu sinni og einkennum í orðabókarlýsingunni en getur einnig komið fram með erlendu jafnheiti eða jafnheitum. Með slíkri aðgönguleið erlendra notenda að íslenskri orðabókar- lýsingu er sá kostur fyrir hendi að feta sig áfram í áföngum frá kunn- uglegustu almennum merkingareinkennum að viðeigandi íslensku hugtaksheiti, þar sem fram kemur sundurgreint merkingaryfirlit; það- an liggur leiðin svo til orða og orðasambanda sem falla undir einstakar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.