Orð og tunga - 01.06.2005, Page 38
36
Orð og tunga
sitt á íslenskri orðanotkun dugi ekki orðbundinn aðgangur að ís-
lenskri orðabókarlýsingu, þar sem lýsing hvers einstaks orð er ein-
angruð heild. Arangurinn byggist á því að notendur séu meðvitað-
ir um efnisskipan og framsetningu lýsingarinnar og geti nýtt sér al-
menna mál- og málfræðiþekkingu sína til að velja vænlegustu leitar-
aðgerð hverju sinni. Um leið er gert ráð fyrir að merking og ýmis notk-
unareinkenni orða og orðasambanda verði í mörgum tilvikum ráðin
af þeirri mynd sem leitarniðurstaðan birtir, m.a. í ljósi hliðstæðra orða
og sambanda. Það getur þýtt að bein jafnheiti gegni minna hlutverki
til skýringar á merkingu orða og séu jafnvel í sumum tilvikum óþörf.
Á þennan hátt er losað um þær skorður sem takmarkaður kunn-
ugleiki á íslenskum orðaforða og orðanotkun setur mörgum erlend-
um notendum andspænis íslenskri orðabókarlýsingu. Margir notend-
ur eru reyndar í þeirri stöðu að geta helst nálgast lýsingu orða í er-
lendu máli með því að leita jafnheita við orð og orðasambönd úr sínu
eigin máli í tvímála orðabók. Sú leið getur vissulega verið árangurs-
rík og notandinn nýtur þess að ganga út frá kunnáttu sem hann get-
ur treyst. Á hinn bóginn eru allt aðrar aðstæður uppi þegar orðafarið
sem athuga skal hefur stöðu markmáls og er valið og afmarkað með
þeim takmörkunum sem efni viðfangsmálsins setur því. I því sam-
hengi býðst engin yfirsýn um samstætt orðafar af neinu tagi og harla
ófullkomin mynd af mikilvægum notkunareinkennum, svo sem setn-
ingarlegum venslum í orðanotkun, fallstjórn o.s.frv. Samt sem áður
er enginn leiðarvísir nærtækari og skýrari andspænis lýsingu á er-
lendu orðafari en orð úr máli sem notandinn gjörþekkir. Gagnvart
orðabókarlýsingu eins og þeirri sem fram kemur í Orðaheimi er raun-
hæft að bjóða notendum slíkan aðgang með því að opna þeim leið um
jafnheiti við íslensku hugtakaheitin. Með því móti getur fyrsta álykt-
un um leitarleið beinst að orði í máli notandans eða öðru máli honum
nærtæku, þaðan sem slóðin er rakin í gegnum íslenskt hugtaksheiti að
tilteknu orðafari, orðasambandi eða orði, sem að nokkru leyti skýrist
af stöðu sinni og einkennum í orðabókarlýsingunni en getur einnig
komið fram með erlendu jafnheiti eða jafnheitum.
Með slíkri aðgönguleið erlendra notenda að íslenskri orðabókar-
lýsingu er sá kostur fyrir hendi að feta sig áfram í áföngum frá kunn-
uglegustu almennum merkingareinkennum að viðeigandi íslensku
hugtaksheiti, þar sem fram kemur sundurgreint merkingaryfirlit; það-
an liggur leiðin svo til orða og orðasambanda sem falla undir einstakar