Orð og tunga - 01.06.2005, Side 27

Orð og tunga - 01.06.2005, Side 27
Jón Hilmar Jónsson: Aðgangur og efnisskipan íísl.-erl. orðabókum 25 að litlu leyti getað metið gildi flettiorða með hliðsjón af stöðu þeirra gagnvart samheita- og andheitabundnu orðafari. Þá reynist ekki síður erfitt að festa hendur á þeim greinarmun sem í yfirlitsskyni er gerður á almennum og sérhæfðum orðaforða, skilgreina þau fag- og fræðisvið sem ástæða sé til að sinna á meðvitaðan og skipulegan hátt og tefla fram orðaforða á einstökum sviðum í hæfilegum hlutföllum. Andspænis þessum vanda er vitaskuld þörf á að beita hlutlægum mælikvarða á flettugildi orðanna, eftir því sem við verður komið. Þá er nærtækast að hugsa sér að hafa hliðsjón af tíðni orða og fyrirferð í tilteknu textasafni eða málheild. Slík leiðsögn dugir þó eðli málsins samkvæmt mun síður í tvímála samhengi en þegar um einmála orða- bók er að ræða og gert er ráð fyrir að þorri notenda hafi viðfangsmálið á valdi sínu og vilji láta orðabókina endurspegla gildasta orðaforðann og ríkjandi málnotkun á ákveðnu tímabili. 1.3 Staða fleiryrtra flettieininga og orðasambanda í prentuðum orðabókum er meginreglan sú að flettiorð séu einyrt, þ.e. aðeins eitt orð, sem tilgreint er sem órofinn stafastrengur. Þessi regla veldur óneitanlega vissum óþægindum gagnvart tví- og fleiryrtum einingum með sjálfstæðri merkingu sem ekki verða með góðu móti greindar í sundur í merkingarbæra hluta: margs konar, af því að, allt í einu. I sumum orðabókum blandast einingar af þessu tagi, svo sem ýmsar samtengingar og atviksorð, einyrtum flettiorðum í samfelldri stafrófsröð flettiorðanna. Fleiryrt sambönd geta einnig verið hálfsjálf- stæðar flettieiningar, ef svo má segja, birst sem undirflettur í innbyrðis stafrófsröð undir einstökum flettiorðum. Þetta gildir sérstaklega um sagnasambönd með smáorðum (forsetningu eða atviksorði), þar sem smáorðin mynda stafrófsröðina. Þannig tengjast t.d. sagnasamböndin taka ofan og taka til innri stafrófsröð undir flettunni taka sem mynduð er úr forsetningum og atviksorðum sem sögnin tekur með sér: af, aft- ur, á, eftir, fram o.s.frv. Flettuskipan í íslenskri orðabók (2002) er m.a. með þessu sniði, svo að þekkt dæmi sé nefnt. Staða flestra fleiryrtra orðasambanda markast þó jafnan af því hvar þau eiga heima í merk- ingarlegri lýsingu orðanna sem þau eru mynduð úr. Þar kemur auk þess til álita undir hvaða orði innan sambandsins einstök orðasam- bönd skuli tilgreind og hvort hægt sé að móta skýra reglu í því efni (sjá m.a. Jón Hilmar Jónsson 2001b).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.