Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 27
Jón Hilmar Jónsson: Aðgangur og efnisskipan íísl.-erl. orðabókum 25
að litlu leyti getað metið gildi flettiorða með hliðsjón af stöðu þeirra
gagnvart samheita- og andheitabundnu orðafari. Þá reynist ekki síður
erfitt að festa hendur á þeim greinarmun sem í yfirlitsskyni er gerður á
almennum og sérhæfðum orðaforða, skilgreina þau fag- og fræðisvið
sem ástæða sé til að sinna á meðvitaðan og skipulegan hátt og tefla
fram orðaforða á einstökum sviðum í hæfilegum hlutföllum.
Andspænis þessum vanda er vitaskuld þörf á að beita hlutlægum
mælikvarða á flettugildi orðanna, eftir því sem við verður komið. Þá
er nærtækast að hugsa sér að hafa hliðsjón af tíðni orða og fyrirferð
í tilteknu textasafni eða málheild. Slík leiðsögn dugir þó eðli málsins
samkvæmt mun síður í tvímála samhengi en þegar um einmála orða-
bók er að ræða og gert er ráð fyrir að þorri notenda hafi viðfangsmálið
á valdi sínu og vilji láta orðabókina endurspegla gildasta orðaforðann
og ríkjandi málnotkun á ákveðnu tímabili.
1.3 Staða fleiryrtra flettieininga og orðasambanda
í prentuðum orðabókum er meginreglan sú að flettiorð séu einyrt, þ.e.
aðeins eitt orð, sem tilgreint er sem órofinn stafastrengur. Þessi regla
veldur óneitanlega vissum óþægindum gagnvart tví- og fleiryrtum
einingum með sjálfstæðri merkingu sem ekki verða með góðu móti
greindar í sundur í merkingarbæra hluta: margs konar, af því að, allt í
einu. I sumum orðabókum blandast einingar af þessu tagi, svo sem
ýmsar samtengingar og atviksorð, einyrtum flettiorðum í samfelldri
stafrófsröð flettiorðanna. Fleiryrt sambönd geta einnig verið hálfsjálf-
stæðar flettieiningar, ef svo má segja, birst sem undirflettur í innbyrðis
stafrófsröð undir einstökum flettiorðum. Þetta gildir sérstaklega um
sagnasambönd með smáorðum (forsetningu eða atviksorði), þar sem
smáorðin mynda stafrófsröðina. Þannig tengjast t.d. sagnasamböndin
taka ofan og taka til innri stafrófsröð undir flettunni taka sem mynduð
er úr forsetningum og atviksorðum sem sögnin tekur með sér: af, aft-
ur, á, eftir, fram o.s.frv. Flettuskipan í íslenskri orðabók (2002) er m.a.
með þessu sniði, svo að þekkt dæmi sé nefnt. Staða flestra fleiryrtra
orðasambanda markast þó jafnan af því hvar þau eiga heima í merk-
ingarlegri lýsingu orðanna sem þau eru mynduð úr. Þar kemur auk
þess til álita undir hvaða orði innan sambandsins einstök orðasam-
bönd skuli tilgreind og hvort hægt sé að móta skýra reglu í því efni
(sjá m.a. Jón Hilmar Jónsson 2001b).