Morgunblaðið - 15.09.2016, Síða 59

Morgunblaðið - 15.09.2016, Síða 59
gleraugu fyrir golfara með og án styrks Mikið úrval, margir litir fóníuhljómsveit um uppsetningu Hollendingsins fljúgandi. Aðrar Wagneróperur hafa ekki verið sett- ar upp hér, njóta þó óperur hans vinsælda sem aldrei fyrr og eru sýndar hvarvetna í heiminum, í litlum óperuhúsum sem stórum. Margir hafa komið að máli við mig á undanförnum árum til að hvetja til þess að Litli Hringurinn verði sett- ur upp aftur. Margir láta sig líka dreyma um að sjá aðrar óperur meistarans á íslensku sviði, með okkar frábæru söngvurum, sem hafa verið mjög liðtækir í að syngja Wagner erlendis. Þrátt fyrir þá staðreynd að Íslenska óperan hefur mátt búa við mjög þröngan rekstr- arramma árum saman er samt erfitt að leggja fingur á hver ástæðan er fyrir því að sýna ekki Wagner. Sum- ar óperur hans eru kannske ívið lengri en þær sígildu óperur sem hafa verið settar upp hér, margar oftar en einu sinni, hljómsveitin er í sumum tilvikum stærri. Þessir tveir þættir gera uppsetninguna dýrari. Ekki er þó afgerandi munur í lengd, ef horft er t.d. til ópera eins og Don Carlo. Hvað hljómsveitarstærð varðar, þá er það mjög algengt er- lendis að nota minnkaðar hljóm- sveitargerðir. Það var gert hér heima þegar Litli Hringurinn var sýndur. Benda má á að margar óp- erur Wagners eru nánast kamm- eróperur hvað varðar fjölda söngv- ara og hafa engan kór. Það gildir til að mynda um Rínargullið, Valkyrj- una og Siegfried. Mikilvæg tengsl við menningararfinn Eitt af aðalmarkmiðum Wagner- félagsins frá upphafi hefur verið að beita sér fyrir rannsóknum á mikil- vægi íslenskra fornbókmennta fyrir Wagner. Niðurstöður rannsókna dr. Árna Björnssonar um þetta efni birtust í bókinni Wagner og Völs- ungar (MM 2000), sem komið hefur út á íslensku, ensku og þýsku. Þar kemst hann m.a. að þeirri mik- ilvægu niðurstöðu, sem hefur vakið mikla athygli, að 80 prósent aðfeng- inna minna eða efnishugmynda Hringsins séu fengin úr íslenskum bókmenntum eingöngu, fimmtán prósent finnist bæði í íslensku bók- menntunum og þýskum heimildum eða séu þeim sameiginleg en ein- göngu um fimm pósent fyrirfinnist bara í þýskum heimildum. Niflunga- hringurinn er óumdeilanlega eitt af höfuðverkum óperulistarinnar og ljóst er að þessi mikilvægu tengsl við íslenskar bókmenntir gera verk- ið nánast að hluta af íslenskum menningararfi, sem ber að rækta og halda á lofti. Það er því löngu tíma- bært að hafist verði handa um að setja þetta stórvirki á svið hérlendis í heild sinni. Það er leitun á því óp- eruhúsi erlendis, smáu sem stóru, sem ekki hefur tekist á við þessa áskorun. Aðferðin er oftast sú að safnað er í Hring. Fyrst er Rín- argullið sýnt, ári síðar eða tveim Valkyrjan og svo koll af kolli. Að lokum er svo kominn heill Hringur til sýningar. Íslenskur Hringur í New York Þegar kanadíski kvikmyndagerð- armaðurinn og leikstjórinn Robert Lepage hafði árið 2009 verið ráðinn til að setja upp nýjan Niflungahring á Metropolitan Opera í New York var haft eftir honum í viðtali við Wall Street Journal að Ísland veitti honum mestan innblástur við upp- setningu Hringsins, landið sjálft og jarðfræði þess. Hann lýsir fjálglega jarðfræðilegum sérkennum landsins sem séu forsenda þess að þegar maður komi til Íslands hugsi maður um Hringinn, maður geti bara hugs- að um Hringinn, í heimi sem sé allt öðruvísi en allt annað. Í heimildar- myndinni Wagner‘s Dream, sem gerð var um uppfærsluna eftir á, segir Lepage einnig frá því þegar hann komst í tæri við íslensku Edd- urnar á safni í Reykjavík og hvernig hann hefði heillast bæði af bókunum og myndefninu enda séu 85 prósent Hringsins beint úr Eddunum. Fyrir sig hafi það verið lykilatriði til að setja upp nýjan og ferskan Hring að koma til Íslands þar sem rætur hans liggi. Fólki er ef til vill minn- isstætt að það lá við að Metropolit- an-óperan færi á hausinn vegna leikmyndar Lepage, sem var mjög umfangsmikil og vó 45 tonn þannig að styrkja þurfti allar undirstöður sviðsins á Met. Innblásturinn að flekaskiptu leikmyndinni var með öllu íslenskur, og endurspeglaði, að sögn Lepage, flekaskilin og stöð- ugan hreyfanleika og breytileika landsins. Þegar „sprunga myndast skyndilega í jökulinn og glóandi hraun byrjar að streyma eru guð- irnir að tjá sig“. Kannski mætti segja að Robert Lepage sé búinn að stela af Íslend- ingum glæpnum með því að setja upp íslenska uppfærslu á Niflunga- hringnum í New York en miklu fremur ætti fordæmi hans að veita okkar landsmönnum innblástur til að fást við verkið á eigin forsendum. Hér á Íslandi er einvalalið bæði leik- húsfólks og söngvara. Einn þekkt- asti leikstjóri okkar af yngri kyn- slóðinni, Þorleifur Örn Arnarsson, hefur sett Lohengrin á svið í Augs- burg og mun setja Siegfried, úr Niflungahringnum, upp á næsta ári í Karlsruhe. Þar setja menn nú upp nýjan Hring í áföngum og hafa fengið til þess fjóra unga leikstjóra, sem er enn ein aðferðin til að nálg- ast Niflungahringinn. Framtíð óperuflutnings á Íslandi Ég óska Íslensku óperunni alls hins besta í að styrkja stoðir fyrir óperuflutning hér heima. Ríkis- framlög hafa verið of lág og fyrir löngu hefði ríkið átt að sjá til þess að Sinfóníuhljómsveitin og Óperan styrktu hvor aðra í samstarfi. Að- eins í milljónaborgum hafa óp- eruhús sína eigin hljómsveit. Ann- ars staðar vinna hljómsveit og ópera saman. Margar bestu hljómsveitir í heimi koma líka að óperuflutningi, t.a.m. Berlínarfílharmonían og Vín- arfílharmonían. Erfið fjárhagsstaða Íslensku óperunnar hefur komið niður á verkefnavali, sem er of fá- brotið og lítið sem ekkert svigrúm til að takast á við djörf verkefni. Ís- lendingum rennur blóðið til skyld- unnar að takast á við Wagner en um leið að hlúa að nýsköpun listgrein- arinnar. Megi ráðamenn bera gæfu til að sjá til þess að þannig megi verða í framtíðinni svo þessi vinsæla listgrein blómstri. Höfundur er píanóleikari, formaður RW-félagsins á Íslandi og í stjórn Al- þjóðasamtaka Wagnerfélaga. Uppsetning Úr Litla Hringnum 1994. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Sig- urður Björnsson, Max Wittges og Ingibjörg Marteinsdóttir sem Freyja, Freyr, Óðinn og Frigg.Handrit Wolfgang Wagner skoðar Edduhandrit í Árnastofnun 1993. UMRÆÐAN 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.