Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 8
8
SKAGFIRÐINGABÓK
janúar 1932, en hann lést sviplega 11.
apríl 1933. Ekki eignuðust þau hjón
fleiri börn og ólst Helgi Rafn því upp
sem einbirni þeirra í raun.
Á Patreksfirði var uppvöxtur Helga
Rafns með svipuðum hætti og annarra
barna og unglinga á þessum árum.
Lífið átti þó eftir að taka verulegum
breytingum hvað hag hans sjálfs
snert i, því ekki naut hann ástúðar
foreldra sinna nema fram undir ferm-
ingu. Þá þurfti hann að takast á við
lífið og lífsbaráttuna án þeirra. Rann-
veig Lilja veiktist á árinu 1947, og
voru veikindi hennar ekki greind fyrr
en 1949 og reyndust þá vera krabba-
mein. Brugðu þau hjón á það ráð að
flytjast til Reykjavíkur og eignuðust
íbúð að Grettisgötu 82 í Reykjavík.
Rannveig Lilja var meira og minna
undir læknishöndum þá mánuði, sem
hún átti ólifaða og andaðist á jólaföst-
unni árið 1950, 17. desember. Traust i,
faðir Helga, var þá vélstjóri á sjó og
átti þess hvorki kost að vera við dánar-
beð konu sinnar né útför. Má geta sér
til um hver áraun það hefur verið 13
ára gömlum dreng að standa í þessum
sporum. Þegar Trausti kom svo heim í
janúar 1951 var hann sjálfur orðinn
fársjúkur og var meira og minna á
sjúkrabeði þar til að hann lést 6. maí
1951. – Um þetta leyti veiktist svo
Helgi Rafn einnig vegna eitrunar í
hálskirtlum og fékk hann að fara af
sjúkrahúsinu til að fermast og hitta
föður sinn í hinsta sinn. Hafa þessir
vordagar án efa ekki verið bjartir í
hans augum, sjálfur að ná sér eftir erf-
ið veikindi og orðinn foreldralaus.
Hann átti þó góða að og móðursystir
hans, Marta Jónsdóttir, flutti til hans
á Grettisgötuna og voru þau þar sam-
tíða um hríð.
Skólaganga, félagsmál og fyrstu störf
Fyrsta veturinn eftir fullnaðarpróf úr
barnaskóla gekk Helgi Rafn í Lindar-
götuskólann, en um sumarið fór hann
svo vestur á Patreksfjörð til afa síns og
ömmu og starfaði hjá Kaupfélagi Pat-
reksfjarðar. Urðu það fyrstu en ekki
síðustu handtök hans í þágu samvinnu-
hreyfingarinnar. Næsta vetur var hann
í Héraðsskólanum að Laugarvatni og
sumarið eftir fór hann aftur til ömmu
sinnar og afa á Patreksfirði og starfaði
Helgi Rafn, líklega 12 ára gamall, með
foreldrum sínum Rannveigu Lilju Jóns
dótt ur og Trausta Jóelssyni.
Einkaeign.