Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 114
114
SKAGFIRÐINGABÓK
Þótt blaðið færi vel af stað var sam
vinna ritstjóranna þriggja skammæ.
Að þrettán vikum liðnum hvarf Einar
Hjörleifsson úr hópnum vegna ósam
komulags við Frímann B. Anderson.
Viku síðar varð fjárskortur þess vald
andi, að ekkert blað kom út frá 9.
desember 1886 til 7. apríl 1887. Þar
segir Frímann lesendum frá því, að til
þess að losa sig úr skuldum hafi hann
gripið til þess ráðs að selja blaðið.
Kaupendur voru Eggert Jóhannsson,
Jón V. Dalmann, Þorsteinn Pétursson
og Eyjólfur Eyjólfsson. Sá síðastnefndi
hafði verið ötull stuðningsmaður fyrir
tækisins. Þessir fjórmenningar mynd
uðu með sér félag, er þeir nefndu
Prentfélag Heimskringlu. Var Eggert
ritstjórinn, þótt þess sé hvergi getið.
Um áramótin næstu, 1887–1888,
keypti Frímann eignir og útgáfurétt
að blaðinu á ný. Stóð svo til 1890, en
alltaf var Eggert hægri hönd húsbónda
síns. Um skeið 1890 gegndi Eggert
svo starfi aðalritstjóra og aftur 1894–
1897. Á vegum Prentfélags Heims
kringlu hófst útgáfa blaðs, er nefndist
Öldin í október 1891. Í mars 1892 var
hún sameinuð Heimskringlu (Heims
kringla og Öldin) og stóð svo uns hún
ári síðar (í mars 1893) var gerð að
sérstöku mánaðarriti í smærra broti.
Öldin kom út á árunum 1893–96 í
því sniði. Var Jón Ólafsson ritstjóri
hennar fyrsta árið, en síðan Eggert.
Öldin var að mörgu leyti myndarrit,
vel og fjörlega rituð. Flutti hún ýmiss
konar bókmenntaefni, margháttaðan
fróðleik og margt fleira smávegis til
skemmtunar og uppbyggingar, og naut
vinsælda meðal lesenda sinna. Sérstök
áhersla var jafnan lögð á birtingu ljóða
eftir samtímaskáld, vesturíslensk. Þar
og í Heimskringlu birtust t.d. mörg
kvæði eftir Stephan G. Stephansson. Í
Öldinni 1894 birtist m.a. ljóðaflokk
ur eftir hann er hann nefndi: Úti á
víðavangi. Flokkur af tíu smákvæðum.
Var hann sérprentaður sama ár og var
fyrsta ljóðakver Stephans, sem leit
dagsins ljós. Mun Eggert hafa staðið á
bak við þá útgáfu öðrum fremur.
Ekki gekk útgáfustarf Prentfélags
Heimskringlu áfallalaust á þessum
árum. Þann 22. maí 1883 brann prent
smiðjan og varð af því mikill skaði.
M.a. brann þar mikill hluti af nýprent
aðri ljóðabók Jóns Ólafssonar. Útgáfu
Heimskringlu var þó haldið áfram, en
í smærra broti fyrst eftir brunann. Var
það einkum þrautseigju Eggerts að
þakka að betur fór en á horfð ist.
En 27. maí 1897 varð hlé á útkomu
blaðsins vegna gjaldþrots. Urðu þá
Einar Hjörleifsson (Einar H. Kvaran).
Eig.: Nelson Gerrard.