Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 121

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 121
121 HÓGLÁTUR SNILLDARMAÐUR hing að, að forfallalausu, fyrir lok þessa mánaðar. Þriðja og síðasta bindið er verið að prenta í Reykja­ vík, og er það væntanlegt út hingað fyrir eða um næstu jól. Það er al­ kunn ugt, að hinn mikilhæfi höf­ undur hefir gert flestum, ef ekki öll­ um íslenskum skáldum meira til þess að prýða okkar vestur­íslensku blöð og tímarit og til að glæða tilfinningu fyrir göfugum hugsjón­ um, fram sett um á fögru máli, – alltsaman án nokkurs endurgjalds. Þetta höfðu þeir menn í huga, sem tókust það í fang að gefa út þetta ljóðsafn. Markmið þeirra var frá því fyrsta, og er enn það, að hinn heiðraði höfundur ljóðanna einn njóti þess litla ágóða, sem kann að verða af út­ gáfu og sölu ljóðmælanna. Telja má víst að Eggert sé höfundur þessa ávarps, þótt skrifað sé í umboði nefndarinnar og hafi verið samþykkt af henni. Svo ódulinn og einlægur er fögnuðurinn og sigurgleðin yfir því að hafa náð langþráðu marki. Og þegar grannt er skoðað, þá skín orðalag Egg­ erts líka í gegn. Svo sem kunnugt er, komu And­ vökur út í 6 bindum. Þrjú þau seinni voru prentuð á árunum 1914 til 1938. En þar var Eggert ekki lengur í forystu og reyndar horfinn af vettvangi lífsins þegar 6. bindið kom út. Eftir útkomu 3. bindisins af Andvökum var heilsu Eggerts tekið að hnigna. Hann þoldi sérstaklega illa hina köldu vetur í Winni peg og fór því að huga að starfs­ vettvangi þar sem veðurfar væri mild­ ara og hentaði heilsufari hans betur. Um tíma hafði hann hug á að komast í meiri nánd við Stephan G. vin sinn, flytjast til Alberta og setjast að í Calg­ ary eða Edmonton. Varð hann sérstak­ lega hrifinn af Calgary. En svo snerust mál þannig, að Vancouver í British Columbia varð fyrir valinu. Þar bauðst honum sama starf og hann hafði haft í Winnipeg, skrifstofustörf á landskjala­ stofu (Land Titles Office) fylkisins. Fyrstu fjögur árin, sem hann var í Van couver, bjó hann í Grandview, en keypti svo stórt og vandað hús í Fairview, þar sem hann bjó upp frá því til æviloka. Hann keypti líka eina eða tvær ekrur af landi á Gambier­eyju, sem er um 20 mílur enskar frá Van­ couverborg. Þar byggði hann dálítinn sumarskála, sem hann nefndi „á Odda“. Þar dvaldist hann með fjöl­ skyldu sinni hvenær sem hann fékk því við komið og naut þar friðar frá skarkala borgarinnar við yndislega náttúrufegurð. Þar gróðursetti hann m.a. íslenska hvönn og e.t.v. fleiri íslenskar jurtir. Í einkalífi sínu varð Eggert mikillar gæfu aðnjótandi. Hann kvæntist 1. okt óber 1890 Elínu Hjörleifsdóttur frá Dyrhólum í Mýrdal, hinni ágæt­ ustu konu, sem reyndist manni sínum traustur og ástríkur lífsförunautur og þar var allt gagnkvæmt frá hans hálfu. Elín var sögð hin glæsilegasta kona bæði í sjón og raun og talin fyrir flestra hluta sakir í fremstu röð íslenskra kvenna vestan hafs. Þau eignuðust sex börn, sem öll komust til fullorðinsára. Þau voru þessi, talin í aldursröð: Lawr­ ence A. Johannson, Joseph S. Johann­ son, Alexander J. Johannson, Ellen Johannson, Ena Johannsson og Lillian Johannson. Öll voru þetta mikil efnis­ börn, vel gerð og vel menntuð og for­ eldrum sínum miklir gleðigjafar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.