Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 140
140
SKAGFIRÐINGABÓK
móti honum Indriði fóstbróðir Orms,
og börðust þeir þar. Þórður felldi fjóra
fylgdarmenn Indriða, en þeir Þórður
og Indriði særðust báðir. Þórður kom
Indriða til lækningar að Engihlíð í
Langadal, en vildi ekki þiggja lækn-
ingu sjálfur. Þá sagði Indriði:
„… Nú er ráð mitt, Þórður, að þú
ríðir norður til skips míns [í Kolbeins-
árósi], og bíð mín þar. Ólöf heitir
húsfreyja á Óslandi. Hún er kven-
skörungur og hinn besti læknir; beið
hana viðtöku, þar til sem eg kem
norður, og lækningar. Össur heitir
bóndi, er býr að Þverá [í Blönduhlíð]
í Skagafirði. Hann er frændi Orms, er
þú vátt. Hann mun sitja um líf þitt.“
Þórður bað hann hafa þökk fyrir
tillög, – „en fara mun eg ferða minna
fyrir Össuri, sem eg hefir ætlað.“
Eftir þetta reið Þórður norður yfir
[Vatns]skarð, til Skagafjarðar og allt
til skips. Hann kom til Óslands síð
um kveldið og fann bónda, og spurði
bóndi hann að nafni. Þórður nefndi
sig. Þórhallur segir: „Heyrt hefi eg
þín getið oft.“ … Í þessu kom hús-
freyja út. Hún mælti: „Hver er þessi
hinn mikli maður, er hér er kominn?“
Þórður segir til sín. … Þá segir hús-
freyja: „… vil eg bjóða þér, Þórður, að
vera hér svo lengi sem þú vilt og að
binda sár þín og græða þig, ef þess
verður auðið.“ Þórður þakkaði henni
og kveðst þetta þiggja mundu …
Síðan sté Þórður af baki, og fylgdi
húsfreyja honum í eitt útibúr, en
bóndi tók af hesti hans. Húsfreyja
setti borð fyrir Þórð, og fór hann til
matar. Eftir það bjó hún honum ker-
laug og fægði sár hans; hafði hann
mörg sár og stór.
Þórður var á Óslandi á laun, þar til
sem hann var heill orðinn allra sára
sinna. …
Einn dag reið Þórður til skips; var
það lagið út undir Elenuhólm [Elínar-
hólma]. Og í þann tíma kom Indriði
til skips. Höfðu hásetar búið skipið,
meðan Indriði var í Engihlíð. Indriði
bauð Þórði að fara utan með sér, …
Þórður þakkaði honum allt þetta og
dró gullhring af hendi sér og gaf hon-
um, en ekki lést hann mundu utan
fara að sinni. Eftir þetta skildu þeir
með vináttu, og fór Indriði utan, og
er hann úr sögunni.
Þórður reið á Ósland. Þórhallur
tók allvel Þórði og kvað það vel, að
hann fór eigi utan, – „hefir þú hér
dvalist um hríð, og líkar mér vel við
þig; veit eg og að húsfreyja vill, að þú
sért hér þeim stundum, sem þú vilt.
Er eg og maður barnlaus, og er gott
að gera slíka menn sér að vinum og
styrkja þá með peningum, þótt í
nokk uð falli. Vantar mig hvorki hug
né vit til ráðagerða, ef Össur slæst á
fjandskap við þig.“ Þórður tók vel
undir þetta. Þá segir húsfreyja: „Eigi
vilda eg, Þórður, að þú tryðir mjög á
vísdóm Þórhalls né brautargengi, en
vel ætla eg, að þú reynir um sinn-
sakir, ef þú þarft til að taka, um garp-
skap Þórhalls.“ Þórður dvelst með
Þórhalli um veturinn.
Ketill hét bóndi. Hann bjó inn frá
Óslandi. Hann hafði gefið Þórði
hest góðan, er Sviðgrímur hét; við
hann eru kenndir Sviðgrímshólar.
(197–200)
Því næst segir sagan að Þórði var boðið
til jólaveislu á Kálfsstöðum í Hjalta-
dal. Össur á Þverá fréttir af því og