Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 118

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 118
118 SKAGFIRÐINGABÓK var maður yfirlætislaus, eins og fram hefir komið, og kærði sig lítt um að í hámælum væri haft það sem hann gerði öðrum til greiða og hjálpar. Þess vegna lá það oftast í þagn argildi. Á meðan Eggert var ritstjóri kynntist hann mörgum málsmetandi mönnum, bæði enskum og íslenskum. Og þar var yfirleitt ekki tjaldað til einnar næt ur. Trygglyndi hans var við brugð­ ið og þau vinartengsli sem til var stofn að urðu yfirleitt varanleg um lífs­ tíð. Þrátt fyrir eðlislæga hógværð og hlédrægni var Eggert glaðvær og skemmt inn í góðra vina hópi. Mörg­ um þótti líka innilega vænt um hann og virðingar naut hann meðal þeirra sem hann átti samleið með. Vegna hlédrægni sinnar kom það mjög sjaldan fyrir að Eggert kæmi fram á opinberum samkomum, en þó var hann í raun og veru prýðisvel máli farinn. Hann flutti, að sögn, aðeins einu sinni ræðu á opinberri samkomu. Það var sumarið 1890, þegar Íslending­ ar í Winnipeg héldu sinn fyrsta Íslend­ ingadag. Ræðan var flutt á ensku og vakti hún mikla eftirtekt, enda snilld­ arlega samin og efnisrík. Ensku gest­ unum, sem þarna voru staddir, fannst sérlega mikið til ræðunnar koma. Þó að Eggert skrifaði mikið sem blaðamaður og þýddi margar skáld­ sögur, þá er mér aðeins kunnugt um eitt íslenskt ritverk frá hans hendi. Titill þess er: Laurierstjórnin og fisk­ veiðamálið. Öfgalaus framsetning málsins og afleiðinganna af einokunarsamningum stjórnarinnar. Þetta er lítið kver, aðeins 30 bls., prentað í Winnipeg 1911. Eftir að Eggert hvarf frá blaða­ mennskunni árið 1897, fluttist hann með fjölskyldu sinni til Nýja­Íslands og dvaldi þar í tvö ár. Um tíma stundað i hann kennslu við alþýðu­ skóla í hinni svokölluðu Ísafoldar­ byggð. Og þótt hann hefði engrar kenn aramennt unar notið, þá þótti hann eigi að síður afburða kennari, enda stundaði hann það starf af frá­ bærri nákvæmni og alúð, lagði sig all­ an í það af lífi og sál. Winnipeg skömmu fyrir 1900. Eig.: Manitoba Provincial Archives, Winnipeg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.