Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 14
14
SKAGFIRÐINGABÓK
langtímamarkmiðum og hagsmuna-
gæslu fyrir félagið. Hefur hann án efa
haft í huga að þar með gæti hann einn-
ig þjálfað upp eftirmann sinn, ef svo
skyldi verkast. Sveinn kom því að máli
við Helga Rafn og bauð honum starf
aðstoðarmanns síns hjá KS. Helgi
Rafn tók því í fyrstu fjarri, því þau
hjónin höfðu hugsað sér að færa sig
suður á bóginn fremur en að festa sig
enn frekar á landsbyggðinni. Í upphafi
munu þau hafa gefið sér að vera þrjú ár
hér nyrðra en leita að því búnu nær
höfuðborginni, reynslunni ríkari. Svo
fór þó fyrir þrábeiðni Sveins að Helgi
Rafn lét til leiðast og fluttu þau til
Sauðárkróks á árinu 1963. Keyptu þau
fyrst hús á byggingarstigi að Hólma-
grund 20 á Sauðárkróki, en af augljós-
um ástæðum gátu þau ekki flutt inn í
það strax, svo þau fluttu fyrst um sinn
í húsið að Skagfirðingabraut 13, sem
gengið hefur undir nafninu Reykholt,
og bjuggu þar uns þau gátu flutt í
nýja húsið.
Það voru mikil viðbrigði að flytja til
Sauðárkróks. Bæði var þar talsvert
fjölmennara og meira umleikis en í
Fljótunum, einnig var þjónustustig
nær því sem þau höfðu þekkt í Reykja-
vík. Fyrst um sinn áttu þau tiltölulega
lítinn kunningjahóp þar og bitnaði
það öllu meira á Ingu Valdísi, enda
var hún bundin yfir fjórum ungum
börnum og það fimmta bættist svo við
á árinu 1966. Þetta átti þó eftir að
taka miklum breytingum og það varð
sem fyrr og alla tíð, að Helgi Rafn var
í eðli sínu félagsmálamaður mikill.
Einkum lét hann sér annt um íþrótta-
starf og annað því skylt sem sneri að
börnum og ungmennum. Á Sauðár-
króki kynntist Helgi Rafn fljótlega
Guðjóni Ingimundarsyni, íþrótta-
kenn ara og félagsmálamanni, sem alla
ævi helgaði sig málefnum íþrótta- og
ungmennafélaga. Guðjón vissi um
áhuga Helga Rafns á þessu sviði og
hafði fylgst náið með starfi hans og
þátttöku í uppbyggingu íþróttamála í
Fljót unum. Honum tókst því að fá
Helga Rafn til liðs við ungmenna-
félagshreyf inguna í Skagafirði og var
Helgi fljót lega kjörinn í stjórn UMSS.
Sat hann í henni allmörg ár og var
öflugur stuðningsmaður og bakhjarl
þess. En körfu boltinn var hans uppá-
halds íþrótt, og fljótlega eftir að Helgi
kom til Sauð árkróks var mest fyrir
hans atbeina stofnuð körfuknattleiks-
deild innan vébanda Umf. Tindastóls.
Sinnti Helg i Rafn þjálfun deildarinn-
ar fyrstu árin. Helgi lét þó ekki þarna
staðar numið á sviði félagsmálanna.
Hann varð þátttakandi í hinu aldna en
síung a Leikfélagi Sauðárkróks, en tók
reyndar ekki beinan þátt í leikstarf-
semi þess. Þó kom hann fram á einni
Helgi Rafn og Sveinn Guðmundsson kaup
félagsstjóri KS.
Ljósm.: Stefán Pedersen.