Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 177
177
SKÍN VIÐ SÓLU SKAGAFJÖRÐUR
að hann „hefir getið sér mikið orð fyrir
tónsmíðar og söngstjórn“.82 Var þar
fjölmenni mikið, og var Sigurði sýnd
ur margvíslegur sómi. Íslendingar hér
heima minntust afmælisins með því,
að Ríkisútvarpið kynnti hann og mörg
lög hans hlustendum.
Það þykir með ólíkindum, hve
mikl u Sigurður fékk afkastað á sviði
tónlistarinnar, þegar þess er gætt, að
um aukastarf var að ræða. Innri hvöt
og ást á listinni knúði hann áfram.
Þegar líða tók á sjötta áratuginn
hrakaði heilsu Sigurður. Hann lézt
eftir langvarandi heilsuleysi 8. nóvem
ber 1958.83
Hildur tregaði mann sinn mjög, en
lét ekki bugast. Árin 1958–1960
reyndust henni ofur erfið fyrir sakir
mikils ástvinamissis. Í janúar árið
1958 hafði Ingibjörgu systur Sigurðar
verið ráðinn bani, mann sinn missti
hún í nóvember sama ár, eins og fyrr
segir. Árið eftir missti hún bróður
sinn, mágur hennar dó í júní 1960 og
litlu síðar kær systir hennar. Hún
mátti því með sanni segja: „Það er
dásamlegt að vera alltaf önnum
kafin!“84
Á þessum raunatíma gladdi það
Hildi mjög að fá í hendur rit, sem
Kaupfélag Skagfirðinga gaf út 1959, í
eins konar viðhafnarútgáfu, Skín við
sólu Skagafjörður. Það er helgað 75
ára starfsemi kaupfélagsins og geymir
oftnefndan texta Matthíasar og lag
Sigurðar Helgasonar við hann. Hall
dóra Bjarnadóttir skólastjóri sendi
Hildi bókina, er henni varð ljóst, að
útgefanda láðist það. Hildur skrifaði:
„I just had to cry to see this beautiful
book with its gorgeous poetry by
Matthí as Jochumsson and the lovely
song by my belated husband. It was
all so overpowering…“85
Hildur minntist Íslands árið 1966
með því að gefa Héraðsskjalasafni
Skag firðinga höfundarrétt að laginu
Skagafjörður, en tilmæli höfðu henni
borizt þess efnis. Þau urðu henni til
óvæntrar gleði („delightful surprise“).
Hún taldi sér mikinn sóma með því
sýndan.86
Haustið 1967 missti Hildur Helga
son heilsuna. Sr. Albert og Anna
Kristjánsson, skrifuðu þáttarhöfundi
svo:
Ég hef raunalegar fréttir af Hildi okk
ar, ekkju Sigurðar tónskálds Helga
sonar. Hún er orðin nokkuð roskin,
en hjelt áfram að starfa við söng
kennslu og var mjög ósjerhlífin í því
sem öðru. Í haust, sem leið, missti
hún algjörlega heilsuna. Hún var hjer
á Stafholti [dvalarheimili aldraðra í
Blaine, þar sem sr. Albert og kona
hans dvöldust síðustu árin] stuttan
tíma, en var svo sett á heimili í Bell
ingham. Hún er búin að missa minn
ið, þekkir fáa af vinum sínum og man
ekkert.87
Heimildir:
1 Matthías Jochumsson: Ljóðmæli (Íslenzk
úrvalsrit), xix. Reykjavík 1945.
2 Skín við sólu Skagafjörður (formálinn, án
blaðsíðutals). Akureyri 1959.
3 Sama heimild.
4 Lýður, 15. tbl. 17. apríl 1889 1. ár.
5 Lie, Hallvard: Norsk Verslære, 481. Oslo
1967.
6 Oehlenschlæger: Poetiske skrifter: Udg.
af H. TopsøeJensen, 130–133. Køben
havn 1926.