Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 166
166
SKAGFIRÐINGABÓK
framkvæmdastjórn. „Voru þá glaðir
dag ar og söngáhugi allmikill í ungum
mönnum í Reykjavík“, segir í sam
tíma heimild.34 Árið 1870 gekk Helgi
að eiga Helgu Guðrúnu Sigurðardótt
ur frá Þerney í Kjalarneshreppi eins og
fyrr er getið. Sigurður bóndi í Þerney
var Húnvetningur að ætt, sonur Ara
bónda Eiríkssonar (d. 1849) á Neðri
Þverá (Föðurtún, 330). Helgi var þá
enn við nám, fékk ekki borgarabréf
fyrr en 1875. Sama ár fór hann til
Hafn ar til „að læra að þeyta horn“, en
enginn Íslendingur hafði þá list num
ið, svo að vitað sé. Sama vetur lærði
hann einnig að leika á fiðlu, en hann
hafði lengi iðkað þá list. Einnig kynnt i
hann sér dráttlist ytra.
Þegar heim kom frá námi, stofnaði
Helgi „Lúðurþeytarafélag Reykjavík
ur“ 1876 og kenndi félagsmönnum að
þeyta lúðra. Hann stofnaði síðan lúðra
sveitir víða um land og kenndi lúður
blástur.
Helgi samdi fjölda laga við íslenzk
kvæði. Laust fyrir aldamót voru þau
um 60 að tölu, og um helmingur
þeirr a kominn út sérprentaður. Síðar
bættist drjúgum við. Fyrsta lagið, sem
prentað var eftir Helga var við kvæðið
Eyjafjörður. Flaug það víða. Árið 1892
kom út hefti með tuttugu lögum eftir
hann: Íslenzk sönglög. Lög hans hafa
verið prentuð á víð og dreif og notið
mikillar hylli. Af vinsælum lögum
eftir Helga Helgason skulu hér nefnd
aðeins örfá: Öxar við ána; Nú er glatt í
hverjum hól; Þið þekkið fold með
blíðri brá; Þrútið var loft og þungur
sjór; Svífðu nú sæla söngsins englamál;
Skarphéðinn í brennunni.35
Síðastnefnda lagið vakti mikla at
hygli þá þegar. Flestum féll það vel.
Gestur Pálsson skáld fyllti ekki þann
hóp. Hann hafði allt á hornum sér:
Hann segir svo í bréfi til Hannesar
Hafstein 23. marz 1883:
Hér er annars helvíti leiðinlegt. Harp a
söng hér um daginn, og var það hálf
þunn konsertskemmtun. Meðal ann
ars söng hún lag, sem Helgi snikk ari
hefur „componerað“ við Skarp héðin
þinn; það lag er hreint monstrum af
einni melodíu og gerði þó lukku hér,
því fólk hefur ekki vit á músik fremur
en öðru. Yfir höfuð er það langverst,
þegar gemeinir baví anar taka falleg
kvæði til að spólera undir sinni
hrossa brestsmúsik.36
Gestur Pálsson settist oftar í dómara
sæti. Eftir söngskemmtun Hörpu í
marz mánuði 1884, ritaði hann í Suðra
og þakkaði Jónasi Helgasyni fyrir að
glæða söngmennt Frónbúans, en finn
ur starfi hans við Hörpu þó ýmislegt
til foráttu: „Allmikið vantaði líka á,
að söngurinn væri fluttur fagurlega
(að „foredragið“ væri gott), enda er
tæplega við slíku að búast hér á landi
enn sem komið er.“37
Árið 1898 hafði Helgi Helgason samið
um 60 sönglög, og var þá nær helming
ur þeirra prentaður. Ekki veit sá, er
þetta ritar, hve mörg lög Helgi lét
eftir sig, en hann átti þá 24 ár ólif
uð.38
Helgi fór aftur utan 1880 til þess að
nema tónfræði og harmoníum og
orgel smíð. Árið 1883 hlaut hann
heiðurspening úr silfri fyrir harmon
íumorgel, sem hann hafði smíðað. Þá
var honum líka afhent heiðursskjal
fyrir uppdrætti að húsum. (Sunnanfari
VII, 95.) Helgi Helgason smíðaði