Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 165
165
SKÍN VIÐ SÓLU SKAGAFJÖRÐUR
Guðjónssonar var væntanleg að ári.24
En landshöfðingi veitti sárabætur:
Þar á móti hefi jeg af fje því, sem
getur um í 15. gr. fjárlaganna fyrir
þetta ár, veitt beiðandanum styrk til
að láta prenta hepti af sönglögum, er
ætluð eru byrjöndum, með 20 kr.
fyrir hverja örk, allt að 4 örkum, og
mun styrk þessum verða ávísað til út
borgunar, þá er hepti þetta er full
prentað.25
Jónas Helgason átti mestan þátt í því
ásamt einum félaga í Hörpu, Theódóri,
syni séra Ólafs Pálssonar á Melstað, að
kirkjur eignuðust harmoníum til efl
ing ar kirkjusöngs um 1875. Fyrst
kom orgel í Melstaðarkirkju, en
breidd ist síðan út þaðan. Orgel voru
dýr, sæmileg hljóðfæri kostuðu 200
krónur og námskostnaður mikill.26
Um aldamót höfðu um hundrað kirkj
ur á landinu eignast hljóðfæri.
Jónas Helgason hóf að kenna söng
og orgelleik, en ekki var það arðvæn
legur starfi. Hann fékk framan af tutt
ugu krónur á mánuði fyrir orgelleik í
dómkirkjunni og 50 aura fyrir
kennslu stund í skólanum.27 Hann
sótt i því um styrk til stiftsyfirvalda
árið 1878 „um þóknun fyrir tilsögn í
söng og organslætti.“ Landshöfðingi
veitti Jónasi „100 kr. sem umbun fyrir
tilsögn í söng og organslætti á þessu
ári“.28
Árið 1879 hlaut Jónas enn styrk fyr
ir að kenna söng og orgelleik átta ung
mennum, og hófu fimm þeirra þeg ar
að leika á organ og stýra kirkjusöng í
fimm kirkjum landsins.29 Árið eftir
ritaði landshöfðingi landfógeta um
organ istann Jónas Helgason, „sem
hef ir skuldbundið sig til að fullnægja
því skilyrði fjárlaganna … um að veita
ókeypis tilsögn í sönglist og orgel
slætti þeim, sem gjörast ætla organ
leikarar við kirkjur út um landið“.
Jónas hlýtur eitt þúsund krónur í
árslaun.30 Sama ár (1880) hlaut hann
einnig styrk „til að gefa út hepti af
sönglögum og kvæðum, að upphæð
20 kr. fyrir hverja prentaða örk allt að
4 örkum.“31
Jónas kenndi söng og orgelleik á
ann að hundrað körlum, sem síðan
gerðust orgelleikarar úti um land, en
kenndi auk þess fjölmörgum „öðrum
bæði söng, orgelspil og að leika á
fiðlu“.32
Þeir bræður, Jónas og Helgi, gerðu
Reykjavík að öðrum og betri bæ.
Níu ára aldursmunur var á þeim Jón
asi og Helga Helgasyni. Hann ólst
upp í foreldrahúsum eins og Jónas, og
urðu þeir bræður snemma að taka til
hendinni, því að foreldrar þeirra voru
lítt efnum búnir. Helgi nam trésmíði
hjá föður sínum og kom brátt í ljós, að
hann var hagur á hendur og tónelskur
í bezta lagi. Hafði Helgi sjálfur orð á
því roskinn, að hugur hans hefði
snemma hneigzt að hljóðfæraleik. Því
til sönnunar gat hann þess, að hann
hefði smíðað sér fiðlu, er hann var á
fermingaraldri, því að fé skorti til
kaupanna. Helgi fékk sveinsbréf í
trésmíði 17 ára gamall og lagði síðan
um hríð stund á hvers konar trésmíðar,
fyrst á vegum föður síns, síðar sjálf
stætt. Fjölmargir námu trésmíði hjá
honum. Sem sýnishorn um húsasmíði
hans má nefna Kvennaskólann í
Reykja vík, sem reistur var 1878.33
Helgi Helgason var lengi formaður
Söngfélagsins Hörpu og hafði á hendi