Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 165

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 165
165 SKÍN VIÐ SÓLU SKAGAFJÖRÐUR Guðjónssonar var væntanleg að ári.24 En landshöfðingi veitti sárabætur: Þar á móti hefi jeg af fje því, sem getur um í 15. gr. fjárlaganna fyrir þetta ár, veitt beiðandanum styrk til að láta prenta hepti af sönglögum, er ætluð eru byrjöndum, með 20 kr. fyrir hverja örk, allt að 4 örkum, og mun styrk þessum verða ávísað til út­ borgunar, þá er hepti þetta er full­ prentað.25 Jónas Helgason átti mestan þátt í því ásamt einum félaga í Hörpu, Theódóri, syni séra Ólafs Pálssonar á Melstað, að kirkjur eignuðust harmoníum til efl­ ing ar kirkjusöngs um 1875. Fyrst kom orgel í Melstaðarkirkju, en breidd ist síðan út þaðan. Orgel voru dýr, sæmileg hljóðfæri kostuðu 200 krónur og námskostnaður mikill.26 Um aldamót höfðu um hundrað kirkj­ ur á landinu eignast hljóðfæri. Jónas Helgason hóf að kenna söng og orgelleik, en ekki var það arðvæn­ legur starfi. Hann fékk framan af tutt­ ugu krónur á mánuði fyrir orgelleik í dómkirkjunni og 50 aura fyrir kennslu stund í skólanum.27 Hann sótt i því um styrk til stiftsyfirvalda árið 1878 „um þóknun fyrir tilsögn í söng og organslætti.“ Landshöfðingi veitti Jónasi „100 kr. sem umbun fyrir tilsögn í söng og organslætti á þessu ári“.28 Árið 1879 hlaut Jónas enn styrk fyr­ ir að kenna söng og orgelleik átta ung­ mennum, og hófu fimm þeirra þeg ar að leika á organ og stýra kirkjusöng í fimm kirkjum landsins.29 Árið eftir ritaði landshöfðingi landfógeta um organ istann Jónas Helgason, „sem hef ir skuldbundið sig til að fullnægja því skilyrði fjárlaganna … um að veita ókeypis tilsögn í sönglist og orgel­ slætti þeim, sem gjörast ætla organ­ leikarar við kirkjur út um landið“. Jónas hlýtur eitt þúsund krónur í árslaun.30 Sama ár (1880) hlaut hann einnig styrk „til að gefa út hepti af sönglögum og kvæðum, að upphæð 20 kr. fyrir hverja prentaða örk allt að 4 örkum.“31 Jónas kenndi söng og orgelleik á ann að hundrað körlum, sem síðan gerðust orgelleikarar úti um land, en kenndi auk þess fjölmörgum „öðrum bæði söng, orgelspil og að leika á fiðlu“.32 Þeir bræður, Jónas og Helgi, gerðu Reykjavík að öðrum og betri bæ. Níu ára aldursmunur var á þeim Jón­ asi og Helga Helgasyni. Hann ólst upp í foreldrahúsum eins og Jónas, og urðu þeir bræður snemma að taka til hendinni, því að foreldrar þeirra voru lítt efnum búnir. Helgi nam trésmíði hjá föður sínum og kom brátt í ljós, að hann var hagur á hendur og tónelskur í bezta lagi. Hafði Helgi sjálfur orð á því roskinn, að hugur hans hefði snemma hneigzt að hljóðfæraleik. Því til sönnunar gat hann þess, að hann hefði smíðað sér fiðlu, er hann var á fermingaraldri, því að fé skorti til kaupanna. Helgi fékk sveinsbréf í trésmíði 17 ára gamall og lagði síðan um hríð stund á hvers konar trésmíðar, fyrst á vegum föður síns, síðar sjálf­ stætt. Fjölmargir námu trésmíði hjá honum. Sem sýnishorn um húsasmíði hans má nefna Kvennaskólann í Reykja vík, sem reistur var 1878.33 Helgi Helgason var lengi formaður Söngfélagsins Hörpu og hafði á hendi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.