Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 180
180
GUNNAR RÖGNVALDSSON
HEIM Í JÓLAFRÍ 1935
Frásögn Þorsteins Sigurðssonar
í Hjaltastaðahvammi
____________
Við lögðum upp frá Hólum árla
morguns daginn fyrir Þorlák, fjórir
sam an, ég 17 ára, Pétur bróðir 16 ára
og tveir félagar okkar á svipuðum
aldri, Hólmsteinn Jóhannesson frá
Þorleifsstöðum í Blönduhlíð og Helgi
Kristjánsson frá Dunkárbakka í Döl
um. Veður var þokkalegt en dimmd i
að. Snjór var allnokkur í byggð. Við
fórum frá Hólum með leynd þar sem
við vissum að Kristjáni Karlssyni
skóla stjóra hugnaðist ekki fyrirhuguð
ferðaleið yfir fjöllin og hann myndi
stöðva okkur ef hann fengi veður af
hvarfi okkar. Jón Egilsson frá Stokka
læk á Rangárvöllum fylgdi okkur fram
Hjaltadalinn og yfir Hjaltadalsána, en
er hann sneri við tókum við af honum
loforð að segja ekki fólki á Hólastað
Eftirfarandi frásögn er skráð í janúar 2009 eftir Þorsteini Sigurðssyni í Hjaltastaða
hvammi í Akrahreppi, en hann var við nám á bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal vet
urna 1934–1936. Hér segir frá heimferð nokkurra pilta úr Akrahreppi er vildu hraða sér
heim í jólafrí skömmu fyrir jólin 1935, og þar sem ekki var um önnur farartæki að ræða
en tvo jafnfljóta var mikilvægt að fara stystu leið. Því ákváðu þeir félagar að fara upp úr
Hvammsdal í vestanverðum Hjaltadal, yfir fjöllin, niður Austurdal og Ranghala og koma
til byggða hjá Flugumýrarhvammi, en leiðin lá fram í Stokkhólma og Þorleifsstaði í
Akrahreppi. Gefum nú Steina í Hvammi orðið.
frá ferðalaginu fyrr en um hádegi svo
við hefðum gott forskot ef reynt yrði
að snúa okkur við. Ekki gat Jón þagað
nema til klukkan tíu. Ekkert var gert
til að fara á eftir okkur, en aðrir skóla
piltar sem fóru niður dalinn og vestur
yfir beðnir um að láta vita af ferðum
okkar.
Er við lögðum upp á Hvammsdal
inn nokkru fyrir hádegi í kafaldsfæri
var komið fjúk og dimmdi óðum að.
Enginn okkar hafði farið þessa leið áð
ur, en okkur var sagt að hún skýrði sig
nokkuð sjálf. Austurdalurinn myndi
blasa við er upp væri komið og honum
skyldum við fylgja, en síðan tæki
Rang halinn við og þá kæmum við
niður að Flugumýrarhvammi. Ekki
fór þetta nú alveg eftir og skynjuðum