Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 107
107
6 Suður götu bifreiðin nú bráðast þaut,
börn og konur, menn og hundar flýðu í graut.
Hristingur og skjálfti um húsþyrpingar fór,
héldu sumir fara þarna gamla ÖkuÞór.
Bíllinn skalf sem blásið lauf,
bergmálaði í Grænuklauf,
nú var enginn óhræddur,
ekki jafnvel Þorvaldur,
grétu af ótta Gunnar, Sveinn og Guðmundur.
7 Brautin þraut og bragnar þutu bílnum frá,
brunann mikla allir vildu fá að sjá.
Kylliflatur Valgard með kúbeinið þá datt,
en kappinn brá sér hvergi og strax á fætur spratt.
Hann hljóp í roti hálfa stund,
hælar aldrei snertu grund,
þaut hann yfir mó og mel,
mönnum þótti hann ganga vel,
eins og skip með átta hesta Alfavél.
8 Heim í túnið Hellulands þeir héldu brátt,
heldur þyngjast sumum tók um andardrátt.
Þeir göptu oní lungu og góndu heim að bæ,
og gott fannst þeim að teyga hinn svala norðanblæ.
Heim við bæinn halur stóð,
og hristi reku í jötunmóð,
kappinn var í kappmokstri,
keyrði skarni á stóðmeri.
Allir störðu á manninn bjarga mykjunni.
9 Þegar drengjahópurinn í hlaðið gekk,
hik kom skjótt á moksturinn hjá knáum rekk.
Hann krossaði sig tvisvar, þeir komu stöðugt nær,
kosið þá hann hefði að vera mílu fjær.
Hann nötraði sem stormhrist strá,
og starði fölur hópinn á,
Hélt hann nú að HundTyrkinn,
hingað væri alkominn.
Feginn vildi hann forða sér og flýja inn.
HELLULANDSBRAGUR EÐA BRUNINN MIKLI