Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 12
12
SKAGFIRÐINGABÓK
sem forveri Helga Rafns var að ljúka
sínum starfstíma og var því þokkalega
gott aðkomu. Var þó einn hængur á;
skortur á nothæfu neysluvatni. Eitt-
hvert leirskólp var þó leitt í húsið úr
dýi þar skammt frá, sem var þó vart
nothæft til annars en hleypa niður úr
salernisskál. Varð að sækja allt neyslu-
vatn til matreiðslu og þvotta í brús um.
Hafa það efalítið orðið hryssingsleg
viðbrigði fyrir unga Reykja víkurkonu
að þurfa að byrja á því að sækja allt
vatn í húsið, t.d. til þvotta, fara svo
með blautan þvottinn í Hópsvatnið og
skola hann og síðan heim aftur til að
hengja upp til þerris og bera allt á
sjálfri sér. Börnin tvö ung og þvotta-
þörfin því mikil. Að auki var gesta-
gangur mikill tilheyr andi starfinu og
nánast alltaf eitthvert aukafólk í fæði
og húsnæði hjá þeim hjónum.
Helgi Rafn og Inga Valdís tóku
fljótt mikinn þátt í öllu félagslífi inn-
an sveitar og eignuðust marga góða
kunningja og vini. Á þessum árum
voru Fljótin tvö sveitarfélög; Austur-
Fljótin mynduðu Holtshrepp en Vest-
ur-Fljótin Haganeshrepp. Var þó alla
tíð mikið samstarf á félagsmálasviðinu
í Fljótum, án tillits til skiptingar í
sveitarfélög. Landbúnaður var þá –
eins og reyndar enn – höfuðatvinnu-
vegur Fljótamanna, en var að mestu
bundinn við sauðfjárrækt. Búin voru
smá og afkoma fólks heldur rýr. Það
varð því eitt af fyrstu verkefnum Helg a
Rafns sem kaupfélagsstjóra og fyrir-
svarsmanns Fljótamanna, að efla
bænd ur til að stækka búin og auka
tekjur að sama skapi. Fyrst varð auð-
vitað að stækka tún og rækta, og þar
næst var tekið til við að byggja upp
mjólkurframleiðslu með því að fá kálfa
til uppeldis og koma upp stærri og
betr i fjósum með aðstöðu til mjólkur-
framleiðslu. Tók það undraskjótan
tíma og munaði ekki minnst um að
Helgi beitti sínum síðar kunna dugn-
aði við að útvega bændum þá fjárhags-
legu fyrirgreiðslu í lánastofnunum
land búnaðar ins, sem nauðsynleg var
til að fjár magna framkvæmdir.
Eins og fyrr er greint frá hafði Helgi
Rafn haft mikinn áhuga á íþróttum,
og þar sem skíðaíþróttin átti góðan
grunn í Fljótunum, því Fljótamenn
Við horn verslunarhússins í
Haganesvík síðvetrar 1963.
Börn Helga Rafns og Ingu
Valdísar, Trausti Jóel og
Rannveig Lilja í skaflinum,
en við húshornið stendur
frændi þeirra Jón Gunnar
Hafliðason úr Reykjavík.
Söluskúrinn milli húsanna
kom vorið 1962.
Ljósm.: Helgi Rafn Traustason.