Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 72
72
SKAGFIRÐINGABÓK
þurrkaður og síðan hreinsaður heima
og stóð það yfir í marga daga. Það var
alltaf gaman að fara með í varpið og að
rogast með fullar eggjafötur, en ekki
var ég látinn taka egg úr hreiðrum,
það gerðu aðeins „vanir menn“. Hins
vegar var ég fullgildur í eftirleitinni
þegar varpið var hreinsað af síðustu
dúnleifunum. Það kom fyrir að ein
stöku kolla lægi enn þá á fúleggjum.
Þá voru þau brotin til að leysa kolluna
frá þessu, ef hún var ekki skilin við
fúleggin. Þegar eggin voru brotin
gaus upp mikil fýla. Varpið á Hellu
landi minnkaði mikið þegar brúin á
Ósinn var byggð og sprengingar
dund u heilu dagana þeg ar Ósaklettur
inn var sprengdur. Varpið náði sér
aldrei í fyrra horf.
Engjaheyskapur
Þegar slegið var á útengjum með
sláttu vél var sérstök „skúffa“ tengd
við sláttuvélargreiðuna til að hirða
upp heyið. Ólafur sat þá sjálfur í
sætinu og rakaði heyinu inn í skúffuna
með sérstakri sterkri hrífu, sem svo
var not uð til að tæma skúffuna þegar
hún var orðin full. Þetta sparaði mikla
vinn u við rakstur. Þurfti þá einhvern
til að teyma hestana og gerði ég það
alloft. Man ég sérstaklega að sumir
varphólmarnir voru heyjaðir síðsumars
og teymdi ég þá hestana þar. Þá var
orðið lítið í Vötnunum og hægt að fá
sæmilegt vað á milli hólmanna. Fórum
við þá ríðandi og hestarnir drógu
sláttu vélina á milli hólmanna. Fyrst
var farið ríðandi á góðum „vatnahesti“
til að finna vaðið og troða úr því sand
bleytuna. Ég var orðinn alvanur að
ríða milli hólmanna og rata rétta leið,
því oft var sandbleyta ef farið var útaf
slóðinni.
Sótbruninn mikli
Það hefur líklega verið fyrra haustið
mitt á Hellulandi að það skeði í norðan
kalsaveðri að kviknaði í sóti í skor
steininum. Var þetta mikið reykjarkóf
og stóð bruninn líklega yfir í 24
klukkustundir. Þetta var að áliðnum
degi. Árni í Keflavík var á Hellulandi
þennan dag og var að aka fjóshaugn
um á túnið. Ég var að sniglast í kring
um hann annað slagið. Ekki vissum
við fyrri til en stór hópur manna kom
æðandi utan Stekkjarmelinn og stefnd i
heim að húsinu. Árni sá aðförina og
varð svo mikið um að hann hljóp heim
og tilkynnti að herflokkur eða Tyrkir
væru að hertaka okkur. En brátt kom
hið sanna í ljós. Reykurinn hafði
auðvitað sést á Króknum og allir töldu
að kviknað væri í húsinu. Safnaðist
brátt hópur manna, sem fyllti pall á
vörubíl og ók á ofsahraða svo langt
sem vegurinn var þá kominn, en það
var á miðjan Nesflóann. Síðan var
hlaupið yfir móa og mela til að bjarga
húsinu. Vel var tekið á móti þessum
mannskara og man ég að Ragnheiður,
sem var mikil röskleika manneskja,
var fljót að baka stafla af kleinum til
að fagna þessum bjargvættum. Um
þessa atburði ortu skáldin á Króknum
heljarmikinn brag sem ég á einhv ers
staðar í fórum mínum. [Hann er prent
aður hér á eftir, bls. 105–108.]
Landamerki Hellulands og
nokkur örnefni
Landamerki Hellulands að norðan
lágu frá Héraðsvötnum til austurs um