Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 72

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 72
72 SKAGFIRÐINGABÓK þurrkaður og síðan hreinsaður heima og stóð það yfir í marga daga. Það var alltaf gaman að fara með í varpið og að rogast með fullar eggjafötur, en ekki var ég látinn taka egg úr hreiðrum, það gerðu aðeins „vanir menn“. Hins vegar var ég fullgildur í eftirleitinni þegar varpið var hreinsað af síðustu dúnleifunum. Það kom fyrir að ein­ stöku kolla lægi enn þá á fúleggjum. Þá voru þau brotin til að leysa kolluna frá þessu, ef hún var ekki skilin við fúleggin. Þegar eggin voru brotin gaus upp mikil fýla. Varpið á Hellu­ landi minnkaði mikið þegar brúin á Ósinn var byggð og sprengingar dund u heilu dagana þeg ar Ósaklettur­ inn var sprengdur. Varpið náði sér aldrei í fyrra horf. Engjaheyskapur Þegar slegið var á útengjum með sláttu vél var sérstök „skúffa“ tengd við sláttuvélargreiðuna til að hirða upp heyið. Ólafur sat þá sjálfur í sætinu og rakaði heyinu inn í skúffuna með sérstakri sterkri hrífu, sem svo var not uð til að tæma skúffuna þegar hún var orðin full. Þetta sparaði mikla vinn u við rakstur. Þurfti þá einhvern til að teyma hestana og gerði ég það alloft. Man ég sérstaklega að sumir varphólmarnir voru heyjaðir síðsumars og teymdi ég þá hestana þar. Þá var orðið lítið í Vötnunum og hægt að fá sæmilegt vað á milli hólmanna. Fórum við þá ríðandi og hestarnir drógu sláttu vélina á milli hólmanna. Fyrst var farið ríðandi á góðum „vatnahesti“ til að finna vaðið og troða úr því sand­ bleytuna. Ég var orðinn alvanur að ríða milli hólmanna og rata rétta leið, því oft var sandbleyta ef farið var útaf slóðinni. Sótbruninn mikli Það hefur líklega verið fyrra haustið mitt á Hellulandi að það skeði í norðan kalsaveðri að kviknaði í sóti í skor­ steininum. Var þetta mikið reykjarkóf og stóð bruninn líklega yfir í 2­4 klukkustundir. Þetta var að áliðnum degi. Árni í Keflavík var á Hellulandi þennan dag og var að aka fjóshaugn­ um á túnið. Ég var að sniglast í kring­ um hann annað slagið. Ekki vissum við fyrri til en stór hópur manna kom æðandi utan Stekkjarmelinn og stefnd i heim að húsinu. Árni sá aðförina og varð svo mikið um að hann hljóp heim og tilkynnti að herflokkur eða Tyrkir væru að hertaka okkur. En brátt kom hið sanna í ljós. Reykurinn hafði auðvitað sést á Króknum og allir töldu að kviknað væri í húsinu. Safnaðist brátt hópur manna, sem fyllti pall á vörubíl og ók á ofsahraða svo langt sem vegurinn var þá kominn, en það var á miðjan Nesflóann. Síðan var hlaupið yfir móa og mela til að bjarga húsinu. Vel var tekið á móti þessum mannskara og man ég að Ragnheiður, sem var mikil röskleika manneskja, var fljót að baka stafla af kleinum til að fagna þessum bjargvættum. Um þessa atburði ortu skáldin á Króknum heljarmikinn brag sem ég á einhv ers­ staðar í fórum mínum. [Hann er prent­ aður hér á eftir, bls. 105–108.] Landamerki Hellulands og nokkur örnefni Landamerki Hellulands að norðan lágu frá Héraðsvötnum til austurs um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.