Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 56
56
SKAGFIRÐINGABÓK
mjög vel eftir þegar verið var að skafa
af þeim snjóinn og hlynna að þeim.
Þetta voru unglingspiltur og stúlka
sem komið höfðu austan yfir Vötn um
morguninn og voru á leið til Sauð
árkróks. Dagsetning þessa atburðar er
örugg, því þetta var Halaveðrið 8.
febrúar 1925.
Afi í Hróarsdal
Það mun hafa verið einn sólfagran
sunnudag sumarið 1924, þegar Jónas
bróðir minn var á fyrsta árinu en ég þá
fimm ára, að mamma og pabbi tóku
sig til og fóru ríðandi fram í Hróarsdal
með okkur bræður. Pabbi reiddi mig
fyrir framan sig á Jarp, en mamma, sem
reið í söðli á Rauð gamla, hélt á Jónasi
í fanginu. Veðrið var yndislegt, logn
og sólskin, og segir ekki af ferð um
okk ar fyrr en við komum að lækn um í
Ferjuhamarsgilinu utan við Kára staði.
Þar þurftu hestarnir að fá sér að drekka
og þegar Jarpur hallaðist fram, þá
fannst mér sem ég væri í lausu lofti og
sá ofan í vatnsflauminn í læknum og
fór þá að sundla. En ég var í traustum
föðurhöndum og svo kom um við í
Hróarsdal. Við heilsuðum fólkinu á
hlaðinu. Þar var torfbær með alllöng
um göngum, þar sem næstum var al
dimmt þó bjart væri úti. Lilja, síðasta
kona afa, leiddi okkur inn göngin og
til afa gamla sem þá var orðinn rúm
fastur og hættur að hafa fótavist. Hann
skoðaði okkur bræður gaumgæfilega,
sérstaklega nafna sinn, og svo fór ég að
leika mér við frændsystkinin. Fjögur
þeirra yngstu voru þá heima, en það
voru: Sigurjón 8 ára, Sigurlaug 10 ára,
Sigurður 11 ára og Þórarinn 14 ára.
Mest þótti mér til um litlu bæina
þeirra sem stóðu í röðum uppi í brekk
unni ofan við túnið. Mig minnir að
þeir væru a.m.k. tíu, því allir áttu sinn
bæ, líka börnin sem farin voru að
heim an eða voru í vinnu annars staðar.
Við fórum í skoll a leik í hlöðunni og
var nýtt fyrir mig að hafa svona marga
leikfélaga. Svo hentu þau tuskubolta
eða einhverjum köggli, og hundurinn
hann Móri sótti hann strax, jafnvel út
í kílana neðan við túnið. Þessi dagur
er mér afar minn is stæður og þetta var
líka í fyrsta og eina skiptið sem ég sá
Jónas afa, því hann dó rúmum tveim
árum síðar. Þá vorum við flutt frá
Hellu landi á Krókinn. Afi dó skömmu
eftir áramót in 1927, og ég man að
mamma og pabbi fóru bæði að jarðar
förinni. Margr ét amma var þá hjá okk
ur og sá um okkur þrjá bræður, því þá
var Haraldur bróðir fæddur (11. des
ember 1925).Jónas Jónsson í Hróarsdal. Eig.: HSk.