Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 58

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Side 58
58 SKAGFIRÐINGABÓK heyrðist langar leiðir. Stóru strákarnir sem þóttust menn með mönnum voru stundum að grípa frammí fyrir hon­ um, en hann var þá ómyrkur í máli og sagði að þeirra biði opið helvíti fyrir trúleysi og syndugt líferni. Fyrir kom að strákarnir voru að kasta snjókúlum í karlinn, en þá æstist hann um allan helming. Þessar predikanir Rúnka voru fastur liður í bæjarlífinu þau ár sem ég átti heima á Króknum, og líklega á meðan honum entist líf og kraftur. Sprettfiskaveiði Það var íþrótt hjá okkur strákunum að fara út á Eyri og veiða sprettfisk eða skerjasteinbít eins og hann víst heitir. Þetta er fiskur af mjónaætt, mjög smár, örmjór og sprettharður eins og nafnið bendir til. Höfðum við dósir eða einhver ílát til að safna fengnum í og náðum oft nokkrum. Þetta þótti tálbeita fyrir fisk og var eftirsótt af sjómönnum. Oft gáfum við Rúnka gamla veiði okkar, sem hann þáði með þökkum, og kannski hefur okkur fundist við vera að gefa fyrir sál okkar eða friðþægja fyrir syndir með því. Í tunglsljósi Yfirleitt var passað vel uppá að ég væri ekki úti eftir að dimma tók á kvöldin. En hvernig sem á því stóð, þá skeði það samt kvöld eitt að ég var úti með hóp af krökkum sem flest voru eldri en ég. Glaða tunglskin var og milt veður. Pískur og hlátrasköll kváðu við. Strákur sagði að fundist hefðu buxur af stelpu uppi í Grænuklauf, sem var víst mjög rómantískur staður. Leitt var getum að því um hvaða stelpu væri að ræða og ýmis nöfn nefnd. Svo var ein viðstödd nefnd, en hún varð bál­ vond og sagði lygi, lygi! Sjálfum fannst mér þetta mjög dularfullt að týna af sér buxunum þó einhver hefði þurft að létta þarna á sér. Einn af stóru strákunum var eigin­ lega frægur maður, því skrifað hafði verið um hann í blöðin. Þetta var Jonn i halti, en hann var haltur af því að á hann vantaði flestar tærnar. Svo var mál með vexti, að hann hafði verið sendur í sveit eitt sumar og ílengdist hann þar eitthvað fram á haustið. Svo var það kvöld eitt að maður af næsta bæ rakst á Jonna hímandi í útihúsi, kaldan, blautan og illa til reika og tók hann heim með sér. Kom í ljós, að drep var komið í kalsár á fótunum. Á þessum árum gekk fólk í skinnskóm sem saumaðir voru úr sauðskinni, kúskinni eða hrosshúðum og voru lítil Runólfur predikari. Eig.: HSk.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.