Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 115
115
HÓGLÁTUR SNILLDARMAÐUR
tíma mót í lífi Eggerts að því leyti, að
hann hvarf frá ritstjórnarstörfum fyrir
fullt og allt, slyppur og snauður. Eitt
hvað var vanheilsa farin að hrjá hann
um þær mundir. Hann hafði staðið í
bréfaskriftum við vin sinn, Stephan
G., en dregist hafði úr hömlu á þess
um erfiðleikatímum að svara bréfum
hans. Þá sendir Stephan honum eftir
farandi ljóðabréf:
Þessari fyrirspurn og áskorun svar ar
Eggert 15. ágúst sama ár og segir þá
m.a.: „Ég veit ekki, hvort þú þekkir
nokkuð til þeirra tilfinninga, sem
samfara gigt og sumarkvillum! þjá
mig jafnt og stöðugt síðan 20. maí í
vor, þegar „allt var endað“, en það er
sú tilfinning að snerta helst ekki
penn a, nema óhjákvæmilegt sé, úr því
Skuld og Lög bönnuðu mér að brúka
hann lengur mér til lífsframfærslu. …
Nei, dauður er ég ekki – í almennum
skilningi, en samt máske verr en dauð
ur, – allslaus með fjölskyldu eftir
margr a ára strit og eilífa sparsemi, en
allt til einskis. Hefði ég bara efni,
mundi ég nú helst kjósa mér að verða
bóndi – í NýjaÍslandi, því þá gæti ég
tekið lífið létt án þess að fégjarnir
vinnu hákar í grenndinni hefðu mig að
at hlægi. Þá gæti ég fyrst þjónað lund
minni og látið pennann ganga upp á eig
in reikning, þegar mér sýndist. En til
þess vant ar allt nema vilja og löng
un.“
Eggert og Stephan skrifuðust á í ára
tugi. Sjaldan talar Eggert eins opin
skátt um sjálfan sig og eigin hagi eins
og í þessu bréfi. Tamara er hon um að
hugsa til annarra, og þá ekki síst um
hag síns besta vinar, sem hann unni og
dáði alla tíð af opin skárri einlægni og
fölskvalausri tryggð, Steph ans G.
Stephanssonar. Hann var með þeim
fyrstu, sem vakti athygli á ljóðum
hans, bæði með því að taka þau til
prentunar og fjalla um skáldið og
kveðskap hans, eins og hann gerði í
Öldinni (4. árg. bls. 19). Þar seg ir
hann m.a.: „Án þess að leggja nokkurn
dóm á skáldskap Stephans, viljum vér
samt í þessu sambandi, af því hann
hef ir heiðrað Öldina með svo mörgum
kvæðum og af því að vér svo oft höfum
fengið að heyra að hann sé torskilinn
og bindi sig sjaldan við alþýðlega
brag arhætti, minnast á þess ar tvær
kærur með fáum orðum. Þetta, að
hann hirðir ekki ævinlega um „hátt“
og eins hitt, að hann er stund um tor
skilinn fjöldanum, er auðvitað sprott
ið af því, að hann þræðir sína sérstöku
Tindastóll, Alta, 18. júlí 1897
Eggert minn!
Fékkstu ekki forðum bæði
frá mér bréf og nokkur kvæði?
Ertu dauður, Eggert minn?
Eggert minn!
Óánægður eg hef grátið
Aldarfall og Kringlulátið.
Þó var skap mitt stolt og státið.
Stæðist ritstjórinn.
Eggert minn!
Hvort sem þú ert lífs eða liðinn,
lifðu samt. – Í versa sniðin
eyk eg línu, ljóðaiðinn.
Lifðu, svo að óðarkliðinn.
þurfi ei teygja í eilífð inn,
eða lengja líksönginn,
Eggert minn.
Stephan G. Stephansson