Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 117
117
HÓGLÁTUR SNILLDARMAÐUR
að hann geti ort undir alþýðlegum
bragarhætti, þegar hann svo vill.“
Þá bendir Eggert að lokum á, að
hvort sem kvæði Stephans G. séu tor
skilin eða ekki, þá sé eitt sem gengur í
gegnum þau eins og rauður þráður „að
þau hvetja jafnt til stríðs og þrosk
unar. Þetta er boðskapurinn, sem þau
öll flytja í einhverri mynd:
Heyrðu mig, bróðir, hví hikar þú við?
Til herskara lúðrarnir kalla.
Þú berst með Héðni, ef hann á þitt lið,
með Högna þó eg eigi að falla.
Og þetta:
Sæla reynast sönn á storð
sú mun ein – að gróa.“
Séra Friðrik J. Bergmann segir um
Eggert Jóhannsson í sögunni um
íslensku nýlenduna í Winnipeg (Al
manak Ólafs S. Thorgeirssonar, 12.
árg., 1906): „Eftir því sem hann (þ.e.
Eggert) var ritstjóri lengur, sýndi
hann meiri og meiri áhuga á að ræða
velferðarmál VesturÍslendinga, eigi
síður en vaxandi dómgreind og and
legan þroska.“ Undir þá staðhæfingu
tekur Jóhann Magnús Bjarnason, sem
gjörþekkti Eggert, enda svili hans og
mikill vinur, og hann bætir við: „Þett a
er í alla staði satt og rétt. Eggert var
ætíð hreinn og óskiptur í öllum mál
um, sem hann beitti sér fyrir. Og hann
var einn þeirra sem mest og best hafa
unnið fyrir viðhaldi íslensks þjóðernis,
íslenskrar tungu og íslenskra bók
mennta í Vesturheimi. Í þarfir þess
eingöngu eyddi hann bestu kröftum
sínum á besta skeiði ævinnar. Og þar
er óhætt að segja, að enginn íslenskur
ritstjóri, fyrr né síðar, hefir átt við
meiri örðugleika að stríða í blaða
mennskunni en hann, og enginn verið
vinsælli.“
Þegar hefir verið minnst á hinn
drengilega stuðning Eggerts við ís
lensk ar bókmenntir. Þá má minna á
það, að hann varð fyrstur til að hvetja
til þess, að VesturÍslendingar héldu
árlega „Íslendingadag“, sbr. ritgerðina
„Íslendingahátíð“ í Heimskringlu 19.
júlí 1888. Þá var hann fyrstur til að
rita um málefni íslenskra verkamanna
í Winnipeg og hvetja þá til að mynda
með sér félagsskap. Fyrir einarða af
stöðu á þeim vettvangi naut hann
virðingar margra landa sinna.
Á ritstjórnarárum sínum þýddi Egg
ert úr ensku margar langar skáldsögur,
sem flestar birtust fyrst neðanmáls í
Heimskringlu. Af þeim skulu aðeins
nefndar Valdimar munkur og Kapítóla,
sem urðu framúrskarandi vinsælar,
bæði vestan hafs og hér heima á Ís
landi. Sjálfur frumsamdi Eggert á
seinni árum nokkrar smásögur á ís
lensku og birtust a.m.k. tvær þeirra í
Tímariti Þjóðræknisfélagsins, undir
ritaðar af E.J.V. Á ensku ritaði hann
einnig grei nar af og til, sem birtust í
enskum blöðum undir dulnefninu
Windheim. Ennfremur þýddi hann á
ensku nokk ur íslensk ljóð, m.a. „Þó
þú langförull legðir, sérhvert land
und ir fót,“ eftir Stephan G. Þótti sú
þýðing mjög góð. Og víst er um það,
að Eggert var skáld, þótt hann væri
lítt fyrir það gefinn að láta á þeim
hæfi leikum bera. Hann sýndi oft og
áþreifanlega í ritstjórnar tíð sinni að
hann vildi láta gott af sér leiða, og
hjálpa þeim, sem börðust fyrir góðu
málefni og áttu í vök að verjast. Hann