Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 50
50
SIGMAR HRÓBJARTSSON
ÆSKUMINNINGAR
FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI
____________
Formáli
Að grafa í minningahaug frum
bernsk unnar er ævintýri líkast. Þar æg
ir sama n myndum í öllum regn bogans
lit um, stórum og smáum. Sum ar
stand a ljóslifandi fyrir hugskots sjón
um, aðr ar hefur móða tímans sett mark
sitt á. Að vefa úr slíku efni klæði heild
stæðrar frásagnar getur reynst þraut in
þyngri. Þeir sem reyna að færa árang
urinn í let ur, gera það á þeirri forsendu
sem minnið hrekkur til, þó kannski sé
reynt að brúa bilið á milli minnisins
og þess sem ráða má af lík um.
Ég er fæddur á Ríp í Hegranesi 24.
maí 1919. Ríp er kirkjustaður sveit
arinnar og þar var þá tvíbýli. Foreldrar
mínir, Hróbjartur Jónasson og Vil
Sigmar Hróbjartsson fæddist á Ríp í Hegranesi 24. maí 1919. Í eftirfarandi frásögn rekur
hann æskuminningar sínar fram til 1939. Mest segir frá dvöl á Hamri í Hegranesi, þar
sem foreldar hans bjuggu frá 1929. Sigmar lauk prófi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík
1944, lærði síðar múraraiðn, tók sveinspróf á Sauðárkróki 1959 og meistarapróf í Reykja
vík 1973. Hann bjó á EfriHarrastöðum á Skagaströnd 1948–1955, fluttist þá til Skaga
strandar og vann við múrverk, sjómennsku og fleira. Var kaupfélagsstjóri á Skagaströnd
1965–1968, fluttist þá til Reykjavíkur og starfaði þar við múrverk til 1981. Vaktmaður
hjá SÍS, Holtagörðum, 1981–1989. Hann er búsettur í Reykjavík. Æskuminningarnar
eru dálítið styttar í útgáfu.
Ritstjórn
helm ína Helgadóttir, voru þá vinnu
hjú hjá Gísla bónda Jakobssyni og
konu hans Sigurlaugu Guðmunds
dóttur frá Ási í Hegranesi. Bújarðir í
Skagafirði lágu þá ekki á lausu og
þrátt fyrir góðan vilja tókst foreldrum
mínum ekki að fá bújörð til ábúðar
fyrr en vorið 1921 að þau fengu ábúð á
Fjalli í Sléttuhlíð. Vorið 1922 gerðist
faðir minn ferjumaður á Vesturós
Héraðsvatna og fékk þá inni fyrir sig
og fjölskyldu sína á Hellulandi í
Hegra nesi. Þar var þá nýbyggt stórt
og mikið steinsteypuhús. Í kjallara
þessa húss bjuggum við í þrjú ár og
þaðan og frá Hellulandi eru mínar
fyrstu minningar. Þó mig rámi aðeins
í flutninginn frá Fjalli, sem fór fram á