Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 160
160
SKAGFIRÐINGABÓK
sjálfum tími til kominn. Kvöldverði
var lokið. Eftir góða stund kemur
skáldið fram til konu og barna, glaður
í bragði, heitur og hýr á svip. Þá las
hann „Skín við sólu Skagafjörður“
fyrir vandamönnum sínum.3
Gunnar var sex ára, er þetta bar við.
Sumir ætluðu, að skáldið hefði ort
kvæðið uppi á foldgnáum Tindastóli,
aðrir höfðu fyrir satt, að kvæðið væri
ort á samnefndu hóteli á Sauðárkróki!
Svo vill til, að Matthías nefnir sjálfur
stund og stað, er hann orti margnefnt
kvæði, skýrir frá því í bréfi til góð
kunningja og embættisbróður, eins og
brátt verður rakið.
Kvæðið Skagafjörður er fyrst prent
að í blaði Matthíasar, Lýð, 17. apríl
1889. Fyrsta og síðasta erindi hljóðar
þar svo:
Skín við sólu Skagafjörður,
Skrauti búinn, fagurgjörður. –
Bragi, ljóðalagavörður
Ljá mér yndi, krapt og skjól!
Kenn mér andans óró stilla,
Ótal sjónir gynna, villa,
Dilla, blinda, töfra, trylla,
Truflar augað máttug sól.
Hvar skal byrja? hvar skal standa?
Hátt til fjalla? lágt til stranda? –
Bragi leysir brátt úr vanda,
Bendir mér á Tindastól!
Kveð eg fagra fjörðinn Skaga:
Farðu vel um alla daga;
Blessuð sé þín byggð og saga,
Bæir, kot og höfuðból! –
Heyr mig göfgi, glaði lýður,
gæt þess vel, er mest á ríður,
Meðan tíminn, tæpi líður,
Treystu þeim, er skapti sól.
Þá skal sólin sælu og friðar,
Sú er löngum gekk til viðar,
Fegra byggðir fagrar yðar,
Fóðra gulli Tindastól!4
Nokkrar orðabreytingar gerði Matthí
as síðar við kvæðið, en þær verða ekki
raktar hér.
Óvíst er, hvort skáldinu hefur verið
kunnugt um lag við ljóðið, en bragar
háttinn hefur hann þekkt. Greinarhöf
undur skrifaði Helga Hálfdanarsyni
um það efni. Hafðist sú vitneskja upp
úr krafsinu, að norskt skáld O. Ny
gard hefði ort kvæði á þessum bragar
hætti, þar sem upphafslína hljóðar
svo: „Imot kvelden kann eg töyme“,
samkvæmt því sem Hallvard Lie
herm ir í bók sinni Norsk Verslære.5
Við frekari eftirgrennslan kom í ljós,
að Öhlenschlæger hafði ort kvæði á
sama hætti, sem hefst á ljóðlínunni:
„Hist hvor Höien venlig skraaner“.
Matthías hefur trúlega þekkt það
kvæði, svo handgenginn sem hann var
kveðskap hins danska skálds. Matthías
nefnir Öhlenschlæger í fyrrnefndu
bréfi sínu að kalla má í sömu andrá og
hann fjallar um þetta nýorta kvæði, þó
í öðru samhengi. E.t.v. er ekki fjarstætt
að geta sér til, að hér hafi verið um
hug renningatengsl að ræða.
Kvæði Öhlenschlægers, sem ber
heit ið AndersSkov, er níu erindi, en
kvæði Matthíasar, sem fyrr segir, tólf.
Efnismeðferð er ekki ósvipuð. Hjá
báðum bryddir á landslagslýsingum,
bæði kvæðin fjalla um söguleg efni.
Fyrsta og síðasta erindi kvæðisins um
Anders er á þessa leið: