Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 13
13
HELGI RAFN TRAUSTASON KAUPFÉLAGSSTJÓRI
hafa alla tíð notað skíði mikið sem
samgöngutæki, hóf hann að leggja sitt
af mörkum á því sviði. Átti hann
drjúg an þátt í að efla Skíðafélag Fljóta-
manna og leggja þar með grunn að
þeim mikla árangri, sem Fljótamenn
náðu á gönguskíðum. Var orðstír
þeirr a mikill á sjöunda og áttunda
áratug síðustu aldar hvað þessa grein
varðaði.
Í Haganesvík undu þau hjónin hag
sínum vel og þar bættist einn sonur í
hópinn árið 1961, Tómas Dagur, sem
nú er flugstjóri hjá Icelandair. Þau
hjón áttu eftir að eignast tvær dætur,
þær Guðrúnu Fanneyju árið 1963, er
starfar nú sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu
Enjo-vörur, og Hjördísi Önnu, fóta-
aðgerða- og snyrtifræðing, en hún
fæddist árið 1966. Hún rekur fóta-
aðgerðastofuna Tána á Sauðárkróki og
er húsmóðir á Höskuldsstöðum í
Blönduhlíð.
Á Sauðárkróki
Það fór ekki fram hjá nágrönnum
Fljótamanna, að hjá SFH hafði hagur
snúist mjög til hins betra fyrir atbeina
hins unga og djarfa forystumanns.
Ýmsu var breytt og hagrætt og nýir
rekstrarþættir teknir upp, svo sem að
nýta sér aukna umferð ferðafólks til að
veita því þjónustu og afla með því
fyrirtækinu tekna. Meðal þeirra sem
höfðu fylgst með þessu var Sveinn
Guðmundsson, þáverandi kaupfélags-
stjóri á Sauðárkróki, sem hóf þar störf
árið 1946 og hafði unnið ötullega að
uppbyggingu og styrkingu kaupfé-
lagsins. Sveinn var á þessum árum
kominn um miðjan aldur og þótt kapp
hans og hæfileikar væru óskertir var
hann ekki heilsuhraustur og hafði hug
á að ráða sér aðstoðarmann sem gæti
létt af honum hluta hins daglega amst-
urs svo hann gæti þar með sinnt betur
Fjölskyldan um jólaleytið 1963. F.v. Helgi Rafn með Tómas Dag, Trausti Jóel,
Rannveig Lilja, Inga Valdís með Guðrúnu Fanneyju.
Ljósmynd: Stefán Pedersen.