Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 93
93
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI OG ÚR HEGRANESI
sama hrossið svo að ekki yrði „bagga
munur“. Þá var lestin teymd á staðinn,
bindingsmaðurinn snaraði bagganum
á klakkinn en meðferðamaðurinn, sem
venjulega var unglingur, stóð undir
þar til hinn bagginn var líka kominn á
klakk og þannig koll af kolli, þar til
komið var upp á alla lestina. Þá steig
meðferðamaðurinn á bak sínum reið
skjóta, hott aði á hrossin og fylgdist
með að allt væri í lagi, m.a. að ekkert
hrossið hefði stigið í tauminn, sem
komið gat fyrir með þau óvönu, eink
um ef taum urinn var of langur. Svo
var lagt af stað heimleiðis. Nú þurfti
að fylgjast með hvort hallaðist á ein
hverju hrossinu og væri svo var stansað
og tekið í léttari baggann til að rétta
hann af og síðan reynt að finna eitt
hvað handbært eins og moldarhnaus
til að jafna hallann. Ég byrjaði strax að
fara með heybands lest á Hamri (og
hafði reyndar gert það á Hellulandi
sumarið áður) og það var alltaf mitt
verk þegar bundið var. Þegar ég var
orðinn 17 ára var ég farinn að láta upp
flesta bagga á móti bindingsmann
inum og fyrir kom að ég þurfti að láta
einn upp, ef baggar hrukku af hesti á
heimleiðinni og hafði þá með mér prik
til að standa undir meðan ég snaraði
bagganum til klakks.
Strax og búið var að taka niður af
lestinni heima við tóttina, var lagt af
stað í næstu ferð svo lestin stoppaði
sem minnst. Á meðan meðferða
maðurinn fékk sér að borða voru
krakk ar látnir teyma lestina af stað.
Svo kom hann þeysandi á eftir og tók
við, því lestin var aðeins stoppuð svo
hrossin gætu fengið sér að drekka, og
auðvitað náðu þau sér í tuggu úr hey
böggunum á meðan látið var upp.
Þannig tókst oft að fara 10 ferðir á dag
neðan úr Hólma og þótti gott ef það
náðist. Þeir sem voru heima við tóttin a
leystu svo baggana og báru upp heyið,
gerðu upp reipin svo þau væru klár í
næstu ferð. Fyrir kom að bundið væri
dag eftir dag ef með þurfti. Að lokn
um bindingsdegi var reiðingunum
(með klyfberunum á) sprett af hrossun
um í þeirri röð sem þau voru í lestinni,
því hvert hross hafði alltaf sinn reiðing.
Væri bundið á folaldsmerum fylgdu
folöldin lestinni allan daginn og fengu
sér sopa hjá mömmu þegar lestin
stopp aði. Mikið voru hrossin fegin og
veltu sér vel og lengi áður en þau fóru
að bíta. Þá var oft komið myrkur, síð
sumars og á haustin.
Þegar engjaheyskap lauk og heyið
hafði náðst í hlöðu eða tóft, þurfti að
þekja það með torfi, sem oftast hafði
verið rist að vorinu og þurrkað um
sum arið. Heyin voru borin þannig
upp að þau voru hæst í miðjunni en
lækkuðu til endanna. Síðan var byrjað
að þekja á öðrum endanum og torfurn
ar mættust á mæninum og sköruðust
þannig að vatnið seig á næstu torfu
fyrir neðan. Þannig var haldið áfram
upp á hákoll heysins. Síðan byrjað á
hinum endanum og farið eins að, þar
til torfurnar mættust í kollinn og
„læsingartorfurnar“ byrgðu það síðasta
af heyinu. Nú var eftir að búa um hey
ið fyrir veðri og vindum haustsins og
vetrarins. Til þess voru notuð fjögur
„stórtré“ sem féllu þétt að torfinu
nokkr u ofan við neðri enda torfanna.
Á milli trjánna á gagnstæðri hlið var
strengdur vír eða sterkur kaðall um
báða enda trjánna og líkega um miðj
un a líka. Undir þessi bönd voru settar
fjalir eða einhverjar viðarrenglur til