Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 128
128
HARALDUR JÓHANNSSON
SILLA Á ÞÖNGLABAKKA
____________
Húsið sem hún býr í með yngri bróður
sínum og aldraðri móður, stendur
skammt frá klettóttum sjávarkambin
um. Þegar stórbrim er skvettist öldu
úðinn á húsið úr öllum áttum að segja
má, sjávarselta sest á gluggarúðurnar
og gerir þær á skammri stundu ógegn
sæjar. Á vetrarmánuðum berst slíkur
hávaði frá öldubarningnum á klett
unum, inn í gegnum blettótta, tjöru
pappaklædda timburveggi, að sam
ræður innan dyra leggjast hér um bil
af. En þessu hafa íbúarnir vanist og
kæra sig kollótta, kannski helst að
bróðirinn sakni þess að heyra ekki
veðurfregnir útvarpsins, en veðrið er
eitt af því, sem skiptir hann höfuð
máli, því undir því er komið, að hann
geti séð sér og sínum fyrir lífsnauð
synjum.
Gæftaleysi hefur í nokkur ár óbeint
hindrað viðgerðir á ytra borði hús
veggja, sem veðrin hafa rifið pappann
af í snöggum rokhvinum svo að skín í
hvítan viðarvegginn, sem leiðir af sér
meiri mókyndingu, þegar gustar inn á
milli viðarborðanna.
Nokkru fjær litla einlyfta íbúðar
húsinu eru torfkofar nokkrir, hver
byggður utan á annan gegnum tíðina
og mynda óreglulega þyrpingu. Þarna
er fáum kindum séð fyrir hússkjóli á
vetrum, en á vorin eru þær reknar til
afréttar. Hér er líka mjólkurgjafi
heim ilisins, kýrin, en á sumrum rekur
Silla hana í haga að morgni og sækir
Silla sú er hér um ræðir hét fullu nafni Sigurbjörg Marín Baldvinsdóttir, f. 13. október
1888 á Nöf á Hofsósi, dáin á Hofsósi 22. desember 1967. Hún var dóttir hjónanna Önnu
Sigurlínu Jónsdóttur og Baldvins Jóhannssonar útvegsbónda á Þönglabakka 1894–1928,
að hann lést. Sigurbjörg átti fjögur alsystkini en þrjú þeirra dóu í bernsku. Upp komst
einungis bróðir hennar, Sigmundur Eggert Baldvinsson, sem tók við búi foreldra sinna á
Þönglabakka og bjó þar með konu sinni Efemíu Jónsdóttur frá Mannskaðahóli til ársins
1953, að fjölskyldan fluttist inn í Hofsós og Silla með þeim, en Þönglabakki lagðist í
eyði. Anna móðir Sillu lést 23. ágúst 1939.
Höfundurinn, Haraldur Jóhannsson, er fæddur í Reykjavík 18. maí 1928. Hann kom
í Þönglaskála árið 1929 og varð kjörsonur Jóhanns Eiríkssonar og Sigurlaugar Einarsdótt
ur sem bjuggu á Þönglaskála 1927–1948. Hann var síðar lengi starfsmaður Flugleiða og
er nú búsettur í Vínarborg. (H.P.)