Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 128

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 128
128 HARALDUR JÓHANNSSON SILLA Á ÞÖNGLABAKKA ____________ Húsið sem hún býr í með yngri bróður sínum og aldraðri móður, stendur skammt frá klettóttum sjávarkambin­ um. Þegar stórbrim er skvettist öldu­ úðinn á húsið úr öllum áttum að segja má, sjávarselta sest á gluggarúðurnar og gerir þær á skammri stundu ógegn­ sæjar. Á vetrarmánuðum berst slíkur hávaði frá öldubarningnum á klett­ unum, inn í gegnum blettótta, tjöru­ pappaklædda timburveggi, að sam­ ræður innan dyra leggjast hér um bil af. En þessu hafa íbúarnir vanist og kæra sig kollótta, kannski helst að bróðirinn sakni þess að heyra ekki veðurfregnir útvarpsins, en veðrið er eitt af því, sem skiptir hann höfuð­ máli, því undir því er komið, að hann geti séð sér og sínum fyrir lífsnauð­ synjum. Gæftaleysi hefur í nokkur ár óbeint hindrað viðgerðir á ytra borði hús­ veggja, sem veðrin hafa rifið pappann af í snöggum rokhvinum svo að skín í hvítan viðarvegginn, sem leiðir af sér meiri mókyndingu, þegar gustar inn á milli viðarborðanna. Nokkru fjær litla einlyfta íbúðar­ húsinu eru torfkofar nokkrir, hver byggður utan á annan gegnum tíðina og mynda óreglulega þyrpingu. Þarna er fáum kindum séð fyrir hússkjóli á vetrum, en á vorin eru þær reknar til afréttar. Hér er líka mjólkurgjafi heim ilisins, kýrin, en á sumrum rekur Silla hana í haga að morgni og sækir Silla sú er hér um ræðir hét fullu nafni Sigurbjörg Marín Baldvinsdóttir, f. 13. október 1888 á Nöf á Hofsósi, dáin á Hofsósi 22. desember 1967. Hún var dóttir hjónanna Önnu Sigurlínu Jónsdóttur og Baldvins Jóhannssonar útvegsbónda á Þönglabakka 1894–1928, að hann lést. Sigurbjörg átti fjögur alsystkini en þrjú þeirra dóu í bernsku. Upp komst einungis bróðir hennar, Sigmundur Eggert Baldvinsson, sem tók við búi foreldra sinna á Þönglabakka og bjó þar með konu sinni Efemíu Jónsdóttur frá Mannskaðahóli til ársins 1953, að fjölskyldan fluttist inn í Hofsós og Silla með þeim, en Þönglabakki lagðist í eyði. Anna móðir Sillu lést 23. ágúst 1939. Höfundurinn, Haraldur Jóhannsson, er fæddur í Reykjavík 18. maí 1928. Hann kom í Þönglaskála árið 1929 og varð kjörsonur Jóhanns Eiríkssonar og Sigurlaugar Einarsdótt­ ur sem bjuggu á Þönglaskála 1927–1948. Hann var síðar lengi starfsmaður Flugleiða og er nú búsettur í Vínarborg. (H.P.)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.