Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 163
163
SKÍN VIÐ SÓLU SKAGAFJÖRÐUR
Framnesi, góðum bæ, um nóttina, og
fannst þar sofandi á hlaðinu um
morguninn, en reiðskjótinn í túninu.
Konan vakti mig með kaffi og voru
þá komin dagmál; fékk ég hinar bezt u
viðtökur …
Meðan Matthías var í latínuskólanum
ferðaðist hann um Norðurland með
tveimur kvekurum. Þeir predikuðu
m.a. í Hofsósi.15 Matthías þýddi jafn
óðum og tókst vel að færa í íslenzkan
búning. Síðar átti hann oft leið um
Skagafjörð. Og ekki má gleyma þeim
viðtökum, er Matthías og kona hans
fengu 1887, er þau fluttust frá Odda
til Akureyrar og urðu eins konar
strandaglópar á Sauðárkróki með sjö
börn, og þrennt að auki. Þó mun hon
um hafa fundizt fátt um skáldalaun
Skagfirðinga, eftir að hafa ort kvæðið
Skín við sólu Skagafjörður, „sem hann
taldi eitt af sínum innblásnustu kvæð
um.“16
Og þá er komið að áðurnefndu bréfi
skáldsins.
Dómi [Heima] 4/4 89.
Góði vin og bróðir
Það var eiginl. jeg, en ekki þú, sem
áttir að þakka fyrir síðast. Nú er jeg
því bæði að launa bréf (ásamt vís
unum, sem seinna munu sýna sig) og
beztu bróðurlegustu viðtökur. Allt
eins og þú nema fremur sé má jeg
lam entera yfir því, hve stutt jeg gat
staðið við og lítið spectorerað framan
í þig, og hafi jeg skömm fyrir það eða
þeir sem því ollu. En svona fer venju
lega á ferðum vorum í veröldu þessari.
Og eins og þú segir, fær hver sízt að
njóta lengi návista þeirra fáu, sem
óskagestir eru. Þorvaldur Arason rak
hér inn höfuðið í gær, og spurði eptir
mér, en jeg hafði kl. 4–6 gengið upp
á Höfða til þess að fá ferskt lopt.
Dagurinn var nl. póetiskur eldhús
dagur og undireins afmælisdagur
yngst a króans míns.17 Jeg fór ekkert
út, sveik bæði strák minn, sem jeg
kenni latínu, og börnin á skólanum
og sat sveittur vestur á Tindastól! Jeg
fekk nl. í gærmorgun þá flugu í
munn, að setja í næsta Lýð kvæðis
mynd um ykkar fagra fjörð og hérað,
byrjaði því þegar í stað og endaði
kveðskapinn áður en jeg fór í hvílu í
gærkvöldi. Mér líkar kvæðið heldur
vel og óska nú að þér og öðrum mætti
það eins líka. Það vantar samt eitt
höf uðatriði í þetta yrki mitt, og það
er sjálf náttúrulýsingin, en sú íþrótt er
mér miður töm og Naturstemning fæ
jeg sjaldan nema jeg sé á sjálfri scen
unni. Hið rehtoriska, humana, guð
lega og sympathetiska liggur mér
nær, og tilþrif skorta mig eigi, heldur
elju og einkum otium.1 Hvað margir
Öhlenschægar2 [svo] og Albertar3
1 Þ.e.: næði.
2 Öhlenschlæger (einnig ritað: Oehlenschläger), Adam Gottlob (1779–1850), danskt höfuðskáld,
sem olli straumhvörfum í danskri ljóðagerð við upphaf 19. aldar.19 Þar eð Matthíasi er Öehlen
schläger ofarlega í huga, þegar hann skrifar bréfið, kann það að renna stoðum undir þá kenn
ingu, að skáldið hafi farið í smiðju til hins danska skáldbróður, er hann valdi sér fyrrnefndan
bragarhátt.
3 Hér mun skáldið fremur eiga við L. B. Alberti (1404–1472) kunnan, ítalskan arkitekt og
mann vin, en P. A. Alberti (1851–1932), hinn danska Íslandsráðgjafa og fjárglæframann.20