Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 110
110
SKAGFIRÐINGABÓK
vetur 1876–1877, einn voðalegasti
tím inn, sem íslensku landnemarnir
lifðu, sárfátækir og matarlitlir í
fimbul kulda. Bólusóttin geisaði og
lagði að velli 102 Íslendinga, flesta á
ungum aldri, og fjölmargir báru
menj ar bólunnar um langan ævidag.
Byggð in öll var sett í stranga sóttkví,
sem ekki var létt fyrr en síðari hluta
júlímánaðar 1877.
Þennan voðavetur andaðist Arn
fríður móðir Eggerts, ásamt Jóhannesi
bróður hans. Jóhann faðir hans kvænt
ist nokkru síðar öðru sinni og hét
seinni kona hans Guðbjörg Eyjólfs
dóttir. Þau eignuðust eina dóttur, er
hlaut nafnið Guðrún Jónína.
Um Eggert og systkini hans er kom
ist svo að orði af gagnkunnugum
manni: „Öll voru þau systkinin vel
gefin og mannvænleg og mikils
metin af öllum, er kynni höfðu
af þeim.“ Jóhann bjó að Vind
heimum í NýjaÍslandi til 1881,
er hann fluttist suður til Norður
Dakota og nam þar land nálægt
Hallson í Pem bina sveit og bjó þar til
dauðadags. Egg ert fór alfarinn að
heim an 1877, fljótlega eftir að sótt
kvínni vegna bólunnar var aflétt.
Fyrstu árin vann hann á ýmsum stöð
um meðal enskumælandi manna.
Lagði hann sig mjög eftir að ná góð um
tökum á ensk unni, þótt ekki teldi
hann sig hafa möguleika á að setjast á
skólabekk. Hann vann um nokkurt
skeið hjá tveimur leirkerasmiðum í
Selkirk í Manitoba. Voru þeir báðir
prýðisvel menntaðir menn og góð
viljaðir. Varð þeim brátt mjög hlýtt
til Eggerts, veittu honum staðgóða til
sögn í enskr i málfræði og fleiri náms
greinum endur gjaldslaust. Reynd ust
þeir honum ávallt framúrskarandi vel
og til þeirra leitaði hann oft ráða, jafn
vel löngu eftir að hann var hættur að
Jóhann Jóhannsson frá Vindheimum
með börnum sínum um 1898.
Fremri röð frá vinstri: Árni,
Jóhann, Eggert. Fyrir aftan standa
Guðrún Jónína og Arnfríður.
Eigandi myndar: Nelson Gerrard,
Eyrarbakki Icelandic Heritage Centre,
Manitoba.