Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 86

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 86
86 SKAGFIRÐINGABÓK merkjunum og sums staðar í Ketu­ landi. Þar sem Hamar var skuldbund­ inn að skaffa Ríp engjaveg, varð Hamarsbóndinn að semja við Ketu­ bóndann um þessar landnytjar og færa girðinguna til um 25 metra á kaflan­ um frá Reiðholti og ofan að Vötnum. Gegn því átti Hamar að láta Ketu í té hagagöngu fyrir tvær kýr um aldur og ævi eins og þetta var orðað í þessum samningi. Þessi samningur var í fullu gildi þegar við komum í Hamar vorið 1929. Sandbleyta Það mun hafa verið fyrstu dagana okk­ ar á Hamri að atvik gerðist sem varð mér minnisstætt. Við Siggi frændi vor um að vinna á túninu suður og upp frá bænum, þar sem einna hæst ber á, og sáum því vel niður yfir Eylendið. Gísli á Ríp var þarna hjá okkur. Sáum við þá að Villi á Ytri­Brekkum og Sæmundur (bróðir og hálfbróðir pabb a) eru „að láta reka“ austan við Hólmann og taka hvert rekið á fætur öðru. Svo stóð á að Gísli þurfti að koma einhverjum boðum til þeirra á Brekkum og var ég nú sendur ríðandi á brúnum klár sem Siggi átti, með þessi skilaboð, sem ég hef nú löngu gleymt hver voru. Ég hafði auðvitað aldrei komið þarna niðureftir fyrr og reið niður torfbrúna sem ég hef áður lýst. Þegar ég kom niður á Vatnabakk­ ana, sé ég að þeir Brekknamenn eru þá komnir suður á móts við enda Rípur­ eyj ar eða á svonefnt Fífunes, sem var uppsátur fyrir prammann. Hugðist ég nú ná til þeirra með því að ríða yfir Kvíslina yfir á Rípureyna og komast þannig í kallfæri við þá. Brúnn var al­ vanur að fara þessa leið á vaði sem var á svipuðum slóðum árið áður og óð knálega. Fyrr en varði var ég kominn yfir kvíslina og þeysti niður bakkann. En í því að ég kem í eyjartána gegnt Fífunesinu, sé ég að þeir eru komnir upp í mýrarnar og ekki í kallfæri leng­ ur. Hugðist ég nú ríða beinustu leið úr eyjartánni út í Hamarshólma, en ekki hafði ég farið langt þegar Brúnn lenti í bullandi sandbleytu og fram­ und an var kargahylur þar sem sjáan­ lega var hrokasund og sneri því til sama lands. Nú víkur sögunni heim að Hamri. Þegar Siggi frændi sér að ég er kom­ inn yfir á Rípurey verður hann alvar­ lega smeykur og rífur hestinn frá slóðanum og þeysir niður á Vatnabakk­ ana. Kallar til mín og segir mér að bíða og leggur af stað út í kvíslina. En þá vill ekki betur til en svo að hann lendir þar í bullandi sandbleytu, hest­ urinn brýst um og Siggi lendir í mitt­ isdjúpu vatni. En við það losnar klárinn og þeir ná loks landi úti í eynn i hjá mér. Nú ætluðum við að finna leiðina sem ég hafði upphaflega farið yfir kvíslina, en eitthvað hefur það mistekist því við lentum í enn verri hremmingum, en komumst að lokum upp úr kvíslinni við illan leik, holdvotir frá hvirfli til ilja og þóttum úr helju heimtir. Rauður og Bleikur Pabbi átti tvo hesta þetta vor. Annar var Rauður gamli. Hann var sótrauður, frekar smár en þybbinn og mikill drátt arhestur, því hann var vel upp al­ inn (sem trippi) því hann átti að verða reiðhestur. Hann var fæddur og uppal­
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.