Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 86
86
SKAGFIRÐINGABÓK
merkjunum og sums staðar í Ketu
landi. Þar sem Hamar var skuldbund
inn að skaffa Ríp engjaveg, varð
Hamarsbóndinn að semja við Ketu
bóndann um þessar landnytjar og færa
girðinguna til um 25 metra á kaflan
um frá Reiðholti og ofan að Vötnum.
Gegn því átti Hamar að láta Ketu í té
hagagöngu fyrir tvær kýr um aldur og
ævi eins og þetta var orðað í þessum
samningi. Þessi samningur var í fullu
gildi þegar við komum í Hamar vorið
1929.
Sandbleyta
Það mun hafa verið fyrstu dagana okk
ar á Hamri að atvik gerðist sem varð
mér minnisstætt. Við Siggi frændi
vor um að vinna á túninu suður og upp
frá bænum, þar sem einna hæst ber á,
og sáum því vel niður yfir Eylendið.
Gísli á Ríp var þarna hjá okkur. Sáum
við þá að Villi á YtriBrekkum og
Sæmundur (bróðir og hálfbróðir
pabb a) eru „að láta reka“ austan við
Hólmann og taka hvert rekið á fætur
öðru. Svo stóð á að Gísli þurfti að
koma einhverjum boðum til þeirra á
Brekkum og var ég nú sendur ríðandi
á brúnum klár sem Siggi átti, með
þessi skilaboð, sem ég hef nú löngu
gleymt hver voru. Ég hafði auðvitað
aldrei komið þarna niðureftir fyrr og
reið niður torfbrúna sem ég hef áður
lýst. Þegar ég kom niður á Vatnabakk
ana, sé ég að þeir Brekknamenn eru þá
komnir suður á móts við enda Rípur
eyj ar eða á svonefnt Fífunes, sem var
uppsátur fyrir prammann. Hugðist ég
nú ná til þeirra með því að ríða yfir
Kvíslina yfir á Rípureyna og komast
þannig í kallfæri við þá. Brúnn var al
vanur að fara þessa leið á vaði sem var
á svipuðum slóðum árið áður og óð
knálega. Fyrr en varði var ég kominn
yfir kvíslina og þeysti niður bakkann.
En í því að ég kem í eyjartána gegnt
Fífunesinu, sé ég að þeir eru komnir
upp í mýrarnar og ekki í kallfæri leng
ur. Hugðist ég nú ríða beinustu leið
úr eyjartánni út í Hamarshólma, en
ekki hafði ég farið langt þegar Brúnn
lenti í bullandi sandbleytu og fram
und an var kargahylur þar sem sjáan
lega var hrokasund og sneri því til
sama lands.
Nú víkur sögunni heim að Hamri.
Þegar Siggi frændi sér að ég er kom
inn yfir á Rípurey verður hann alvar
lega smeykur og rífur hestinn frá
slóðanum og þeysir niður á Vatnabakk
ana. Kallar til mín og segir mér að
bíða og leggur af stað út í kvíslina. En
þá vill ekki betur til en svo að hann
lendir þar í bullandi sandbleytu, hest
urinn brýst um og Siggi lendir í mitt
isdjúpu vatni. En við það losnar
klárinn og þeir ná loks landi úti í
eynn i hjá mér. Nú ætluðum við að
finna leiðina sem ég hafði upphaflega
farið yfir kvíslina, en eitthvað hefur
það mistekist því við lentum í enn
verri hremmingum, en komumst að
lokum upp úr kvíslinni við illan leik,
holdvotir frá hvirfli til ilja og þóttum
úr helju heimtir.
Rauður og Bleikur
Pabbi átti tvo hesta þetta vor. Annar
var Rauður gamli. Hann var sótrauður,
frekar smár en þybbinn og mikill
drátt arhestur, því hann var vel upp al
inn (sem trippi) því hann átti að verða
reiðhestur. Hann var fæddur og uppal