Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 106
106
SKAGFIRÐINGABÓK
2 Pálmi þreif þá kíki sinn í hrausta hönd,
í honum sér hann flugu úti á Reykjaströnd.
Svo starði hann á reykinn og hrópaði hátt og snjallt:
„Á Hellulandi brennur, í voða er húsið allt!
Flýtið ykkur fræknir menn,
fært mun vera að bjarga enn,
víst á ferðum voði er,
vart þó tjáir æðrast hér,
forustuna fús ég tek ef fylgið mér.“
3 Garpar fóru greitt að leita að Guðvarði,
greint er að hann sé hér fremsti bílstjóri.
Svo er hann sá maður sem elda hræðist ei,
og ekkert hér á jörðu nema káta yngismey.
Honum fylgdu Helgi og Sveinn,
harðari Páli fannst ei neinn,
þungt var skrið á Þorvaldi,
þar með Jóni og Sigurði,
geysihraði á Gunnari, Pétri og Guðmundi.
4 Flestir vilja illa stöddum lið sitt ljá,
lítilmennska þekkist ekki Króknum á.
Sjálfboðar þar stóðu sem mý á mykjubing,
mátti sjá þar margan hreinan Sauðkrækling.
Kom þar Valgard kúbein með,
Kristinn járnkarl hrista réð,
alls var Kristján óhræddur,
Ingvar karlinn berhentur.
Flokkur þessi fagur var og fjölmennur.
5 Þá að bílnum auðkonungur aldinn gekk,
ofan tóku drengir fyrir göfgum rekk.
„Verið þið nú hraðir og vatn ei sparið neitt,
en varist þið þó bálið ef ykkur gerist heitt.
Ég sé hér mesta mannaval,
en margs þarf við ef duga skal.“
Seggur þessi sómahár,
sagðist lána fötur þrjár,
níðsterkar og notaðar í nítján ár.