Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 117

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 117
117 HÓGLÁTUR SNILLDARMAÐUR að hann geti ort undir alþýðlegum bragarhætti, þegar hann svo vill.“ Þá bendir Eggert að lokum á, að hvort sem kvæði Stephans G. séu tor­ skilin eða ekki, þá sé eitt sem gengur í gegnum þau eins og rauður þráður „að þau hvetja jafnt til stríðs og þrosk­ unar. Þetta er boðskapurinn, sem þau öll flytja í einhverri mynd: Heyrðu mig, bróðir, hví hikar þú við? Til herskara lúðrarnir kalla. Þú berst með Héðni, ef hann á þitt lið, með Högna þó eg eigi að falla. Og þetta: Sæla reynast sönn á storð sú mun ein – að gróa.“ Séra Friðrik J. Bergmann segir um Eggert Jóhannsson í sögunni um íslensku nýlenduna í Winnipeg (Al­ manak Ólafs S. Thorgeirssonar, 12. árg., 1906): „Eftir því sem hann (þ.e. Eggert) var ritstjóri lengur, sýndi hann meiri og meiri áhuga á að ræða velferðarmál Vestur­Íslendinga, eigi síður en vaxandi dómgreind og and­ legan þroska.“ Undir þá staðhæfingu tekur Jóhann Magnús Bjarnason, sem gjörþekkti Eggert, enda svili hans og mikill vinur, og hann bætir við: „Þett a er í alla staði satt og rétt. Eggert var ætíð hreinn og óskiptur í öllum mál­ um, sem hann beitti sér fyrir. Og hann var einn þeirra sem mest og best hafa unnið fyrir viðhaldi íslensks þjóðernis, íslenskrar tungu og íslenskra bók­ mennta í Vesturheimi. Í þarfir þess eingöngu eyddi hann bestu kröftum sínum á besta skeiði ævinnar. Og þar er óhætt að segja, að enginn íslenskur ritstjóri, fyrr né síðar, hefir átt við meiri örðugleika að stríða í blaða­ mennskunni en hann, og enginn verið vinsælli.“ Þegar hefir verið minnst á hinn drengilega stuðning Eggerts við ís­ lensk ar bókmenntir. Þá má minna á það, að hann varð fyrstur til að hvetja til þess, að Vestur­Íslendingar héldu árlega „Íslendingadag“, sbr. ritgerðina „Íslendinga­hátíð“ í Heimskringlu 19. júlí 1888. Þá var hann fyrstur til að rita um málefni íslenskra verkamanna í Winnipeg og hvetja þá til að mynda með sér félagsskap. Fyrir einarða af­ stöðu á þeim vettvangi naut hann virðingar margra landa sinna. Á ritstjórnarárum sínum þýddi Egg­ ert úr ensku margar langar skáldsögur, sem flestar birtust fyrst neðanmáls í Heimskringlu. Af þeim skulu aðeins nefndar Valdimar munkur og Kapítóla, sem urðu framúrskarandi vinsælar, bæði vestan hafs og hér heima á Ís­ landi. Sjálfur frumsamdi Eggert á seinni árum nokkrar smásögur á ís­ lensku og birtust a.m.k. tvær þeirra í Tímariti Þjóðræknisfélagsins, undir­ ritaðar af E.J.V. Á ensku ritaði hann einnig grei nar af og til, sem birtust í enskum blöðum undir dulnefninu Windheim. Ennfremur þýddi hann á ensku nokk ur íslensk ljóð, m.a. „Þó þú langförull legðir, sérhvert land und ir fót,“ eftir Stephan G. Þótti sú þýðing mjög góð. Og víst er um það, að Eggert var skáld, þótt hann væri lítt fyrir það gefinn að láta á þeim hæfi leikum bera. Hann sýndi oft og áþreifanlega í ritstjórnar tíð sinni að hann vildi láta gott af sér leiða, og hjálpa þeim, sem börðust fyrir góðu málefni og áttu í vök að verjast. Hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.