Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 58
58
SKAGFIRÐINGABÓK
heyrðist langar leiðir. Stóru strákarnir
sem þóttust menn með mönnum voru
stundum að grípa frammí fyrir hon
um, en hann var þá ómyrkur í máli og
sagði að þeirra biði opið helvíti fyrir
trúleysi og syndugt líferni. Fyrir kom
að strákarnir voru að kasta snjókúlum
í karlinn, en þá æstist hann um allan
helming. Þessar predikanir Rúnka
voru fastur liður í bæjarlífinu þau ár
sem ég átti heima á Króknum, og
líklega á meðan honum entist líf og
kraftur.
Sprettfiskaveiði
Það var íþrótt hjá okkur strákunum að
fara út á Eyri og veiða sprettfisk eða
skerjasteinbít eins og hann víst heitir.
Þetta er fiskur af mjónaætt, mjög
smár, örmjór og sprettharður eins og
nafnið bendir til. Höfðum við dósir
eða einhver ílát til að safna fengnum í
og náðum oft nokkrum. Þetta þótti
tálbeita fyrir fisk og var eftirsótt af
sjómönnum. Oft gáfum við Rúnka
gamla veiði okkar, sem hann þáði með
þökkum, og kannski hefur okkur
fundist við vera að gefa fyrir sál okkar
eða friðþægja fyrir syndir með því.
Í tunglsljósi
Yfirleitt var passað vel uppá að ég væri
ekki úti eftir að dimma tók á kvöldin.
En hvernig sem á því stóð, þá skeði
það samt kvöld eitt að ég var úti með
hóp af krökkum sem flest voru eldri
en ég. Glaða tunglskin var og milt
veður. Pískur og hlátrasköll kváðu við.
Strákur sagði að fundist hefðu buxur
af stelpu uppi í Grænuklauf, sem var
víst mjög rómantískur staður. Leitt
var getum að því um hvaða stelpu væri
að ræða og ýmis nöfn nefnd. Svo var
ein viðstödd nefnd, en hún varð bál
vond og sagði lygi, lygi! Sjálfum
fannst mér þetta mjög dularfullt að
týna af sér buxunum þó einhver hefði
þurft að létta þarna á sér.
Einn af stóru strákunum var eigin
lega frægur maður, því skrifað hafði
verið um hann í blöðin. Þetta var
Jonn i halti, en hann var haltur af því
að á hann vantaði flestar tærnar. Svo
var mál með vexti, að hann hafði verið
sendur í sveit eitt sumar og ílengdist
hann þar eitthvað fram á haustið. Svo
var það kvöld eitt að maður af næsta
bæ rakst á Jonna hímandi í útihúsi,
kaldan, blautan og illa til reika og tók
hann heim með sér. Kom í ljós, að
drep var komið í kalsár á fótunum. Á
þessum árum gekk fólk í skinnskóm
sem saumaðir voru úr sauðskinni,
kúskinni eða hrosshúðum og voru lítil
Runólfur predikari. Eig.: HSk.