Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 118
118
SKAGFIRÐINGABÓK
var maður yfirlætislaus, eins og fram
hefir komið, og kærði sig lítt um að í
hámælum væri haft það sem hann
gerði öðrum til greiða og hjálpar. Þess
vegna lá það oftast í þagn argildi.
Á meðan Eggert var ritstjóri kynntist
hann mörgum málsmetandi mönnum,
bæði enskum og íslenskum. Og þar
var yfirleitt ekki tjaldað til einnar
næt ur. Trygglyndi hans var við brugð
ið og þau vinartengsli sem til var
stofn að urðu yfirleitt varanleg um lífs
tíð. Þrátt fyrir eðlislæga hógværð og
hlédrægni var Eggert glaðvær og
skemmt inn í góðra vina hópi. Mörg
um þótti líka innilega vænt um hann
og virðingar naut hann meðal þeirra
sem hann átti samleið með.
Vegna hlédrægni sinnar kom það
mjög sjaldan fyrir að Eggert kæmi
fram á opinberum samkomum, en þó
var hann í raun og veru prýðisvel máli
farinn. Hann flutti, að sögn, aðeins
einu sinni ræðu á opinberri samkomu.
Það var sumarið 1890, þegar Íslending
ar í Winnipeg héldu sinn fyrsta Íslend
ingadag. Ræðan var flutt á ensku og
vakti hún mikla eftirtekt, enda snilld
arlega samin og efnisrík. Ensku gest
unum, sem þarna voru staddir, fannst
sérlega mikið til ræðunnar koma.
Þó að Eggert skrifaði mikið sem
blaðamaður og þýddi margar skáld
sögur, þá er mér aðeins kunnugt um
eitt íslenskt ritverk frá hans hendi.
Titill þess er: Laurierstjórnin og fisk
veiðamálið. Öfgalaus framsetning málsins
og afleiðinganna af einokunarsamningum
stjórnarinnar. Þetta er lítið kver, aðeins
30 bls., prentað í Winnipeg 1911.
Eftir að Eggert hvarf frá blaða
mennskunni árið 1897, fluttist hann
með fjölskyldu sinni til NýjaÍslands
og dvaldi þar í tvö ár. Um tíma
stundað i hann kennslu við alþýðu
skóla í hinni svokölluðu Ísafoldar
byggð. Og þótt hann hefði engrar
kenn aramennt unar notið, þá þótti
hann eigi að síður afburða kennari,
enda stundaði hann það starf af frá
bærri nákvæmni og alúð, lagði sig all
an í það af lífi og sál.
Winnipeg skömmu fyrir 1900. Eig.: Manitoba Provincial Archives, Winnipeg.