Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 7
Þorgerður Ragnarsdóttir Hjúkrunarfræðingum þótti mikið til þess koma þegar Ingibjörg Pálmadóttir varð heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra fyrir rúmlega þremur árum. Það var í fyrsta skipti í sögunni sem hjúkrunarfræðingur gegnir ráðherraembætti á íslandi, en ráðherra var raunar einnig fyrsti alþingismaðurinn úr hópi hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar hugsa vafalaust með hlýju til Ingibjargar og vilja veg hennar sem mestan. Ingibjörg er fyrsti heilbrigðisráðherrann á þessum áratug sem situr heilt kjörtímabil og er sá norræni heilbrigðisráðherra sem setið hefur lengst í embætti hin síðari ár. Það eru rúm 30 ár síðan Ingibjörg Pálmadóttir, sveitastúlka frá Hvolsvelli, kom í hlaðið hjá Hjúkrunarskóla íslands í fylgd föður síns Pálma Eyjólfssonar. „Hann ætlaði, eins og góðum föður sæmdi, að bera töskurnar fyrir mig upp á herbergið sem átti að vera heimilið mitt næstu árin,“ rifjar Ingibjörg upp, „en hann komst ekki langt áður en hann var stöðvaður af myndugri kennslukonu. Heimsóknir karlmanna voru að mestu bannaðar á heimavist Hjúkrunarskólans. Það gilti einu hvernig þeir tengdust nemendum skólans. Karlmenn máttu einungis koma í sérstaka heimsóknartíma sem voru í stutta stund hálfsmánaðarlega. Mig bar að garði utan heimsóknartíma og varð því að kveðja föður minn [ for- stofunni og rogast sjálf upp með farangurinn." - Nýtt líf var að hefjast. Ingibjörg segist ung hafa ákveðið að verða hjúkrunar- fræðingur. „Ekki endilega til að gera hjúkrun að ævistarfi, en fljótlega eftir að ég byrjaði fann ég að starfið fangaði mig og átti hug minn allan og ég var staðráðin í að fara í framhaldsnám eftir grunnnámið." Hún segir að í minn- ingunni hafi skólavistin verið tími mikillar vinnu þar sem skiptist á nám og vinna í þrjú ár, en um leið tími ógleym- anlegra samvista við gott fólk. „Ég kynntist flestum deild- um Landsspítala, vann á Kleppsspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri." Hún lauk hjúkrunarprófi árið 1970. „Þetta var góður skóli þar sem gömul gildi voru í heiðri höfð“, segir hún hugsandi. „Kennararnir voru góðir læknar og ekki síður voru ógleymanlegar hjúkrunarkonur sem fórnuðu sér fyrir kennsluna og starfið og ætluðust til þess að við gerðum það líka.“ Ingibjörg kímir við tilhugsunina og heldur áfram: „Sigríður Backman, forstöðukona Landspít- alans sagði: „Fólk á að fá alla sína fullnægju í vinnunni". Þorbjörg Jónsdóttir, skólastjóri, þéraði okkur til að byrja með. Eftir nokkrar vikur sagði hún: „Má bjóða yður dús?“ Ég held að hún hafi verið að athuga hvort við kynnum að þéra og um leið var þetta hennar aðferð til að halda okkur í hæfilegri fjarlægð. Við lærðum að bera virðingu fyrir sjálf- um okkur og umhverfi okkar í Hjúkrunarskólanum. Við vorum alltaf vel til fara og í pilsi í skólanum. í matsalinn lét maður sig ekki dreyma um að fara á inniskónum. Kennararnir innrættu manni ýmislegt sem maður man alla tíð. María Pétursdóttir kenndi þá við skólann. Hún er ein merkasta kona sem ég hef kynnst. Sem formaður Hjúkr- unarfélagsins var hún geysilega sterkur leiðtogi. Kennslan varð lifandi hjá henni. Einu sinni brá hún upp skyggnu með mynd af heilögum Franz frá Assisí og varð alveg yfir sig hneyksluð þegar hún áttaði sig á að við þekktum hann Með tyrkneska heilbrigðisráðherranum sem hefur verið til aðstoðar í máli Soffíu Hansen. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998 199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.