Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 20
Ýmist er verið að athuga tilkomu/nýgengi eða tíðni/ algengi þessara atriða. Gæðavísar eru mikilvægur þáttur innan RAI-mælitækisins og gefa starfsfólki tækifæri til að sjá á hvaða sviðum vel er unnið og hvar betur má gera. Gæðavísar eru kjörviðmið þegar aðferðafræði gæðastjórn- unar er notuð við að setja upp umbótaverkefni og þegar mæla á árangur af þjónustu. Sömuleiðis eru gæðavísarnir mikilvægur þáttur í þjónustusamningum við stofnanir þar sem nota má þá sem mælikvarða á þá þjónustu sem verið er að kaupa af stofnunum. Tölvuskráning Alfred Styrkársson, kerfisfræðingur, og greinarhöfundar hafa samið tölvuforrit sem ætlað er til notkunar á öldrunar- stofnunum við skráningu matsupplýsinga. Notkun þess auðveldar alla skráningu og styttir tíma sem fer í endur- mat. Tölvuforritið RAI 2,0, sem skrifað er í „Visual Basic“ gagnagrunni, gerir kleift að tengja gagnasafnið við önnur stærri kerfi sem notuð eru við skráningu upplýsinga fyrir hjúkrun, hjúkrunarferli og framvindu sem og önnur kerfi eins og legudeildarkerfi stofnana. Slík tenging er fram- tíðarverkefni og getur stuðlað að tölvuvæðingu sjúkraskráa á öldrunarstofnunum. Tenging og flutningur gagna úr for- ritinu yfir í algengustu ritvinnslu-, töflureiknis- og tölfræði- forrit, s.s. Word, Exel og SPSS, eru auðveld og það eykur möguleika á nánari úrvinnslu gagna bæði fyrir stofnanir og ráðuneyti. Matslyklar Matslyklar eða RAP (Resident Assessment Protocols) er enn annar hluti RAI-mælitækisins. Með matslyklunum eru teknir fyrir algengustu heilsufarsþættir sem fengist er við á öldrunarstofnunum (sjá töflu 4). Tafla 4. Matslyklar fyrir heilsufarsþætti íbúa öldrunarstofana Bráðarugl Félagsstarf-virkni Skerðing á vitrænni getu Byltur Skynjun Næring Tjáning Sondugjöf ADL-færni og endurhæfingar- möguleikar Vökvaþurrð Þvagleki Tannumhirða Andleg og félagsleg velferð Þrýstingssár Hugarástand Geðlyfjameðferð Hegðunan/andi Notkun öryggisbúnaðar/fjötra Matslyklarnir eru hjálpartæki fyrir þverfaglegan hóp heilbrigðisstarfsmanna er nýta sér mælitækið. í mats- lyklunum er viðfangsefnið skilgreint, helstu áhættuþættir þess og þau atriði innan gagnasafnsins sem benda til þess að íbúinn eigi við viðkomandi vandamál að stríða eða hvort hann er í áhættuhópi. Ef matslyklar eru tengdir við RAI- tölvukerfi getur tölvan gefið til kynna hvaða vandamál eru til staðar og þá áhættuhópa sem íbúinn er líklegur til að vera í. Eins og er verður að gera þetta handvirkt. Þessar vísbendingar eru ætlaðar sem stuðningur við faglega vinnu en koma ekki í staðinn fyrir hana. í matslyklunum er bent á hvaða viðbótarupplýsingasöfnun sé nauðsynleg í tengslum við hvert viðfangsefni og bent á hugsanlega meðferð. Niðurlag RAI-mælitækið er viðamikið og margþætt eins og að framan greinir og gefur marga möguleika til rannsókna. Fyrir atbeina heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, öldrunarsviðs Sjúkrahúss Reykjavíkur og öldrunarþjón- ustudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar hafa höfundar unnið með mælitækið síðastliðin 5 ár í náinni samvinnu við hjúkrunarfræðinga og forsvarsmenn öldrunar- stofnana á íslandi. Notagildi er ótvírætt og bætir árangur umönnunar, vellíðan og ánægju íbúa og aðstandenda þeirra sem og kostnaðarvitund heilbrigðisstétta, yfirvalda og almennings. Margvísleg umbótaverkefni hafa fæðst á hinum ýmsu öldrunarstofnunum í kjölfar RAI-mælinga sem komið hafa skjólstæðingum nú þegar að gagni og verður gerð grein fyrir þeim síðar. Loks má geta þess að for- rannsókn á notkun hliðstæðs mælitækis fyrir aldraða, er njóta heimahjúkrunar á fjórum heilsugæslustöðvum í Reykjavík og fá þjónustu dagspítala Sjúkrahúss Reykja- víkur, Landakoti, er nýlokið. Niðurstöður úr þeirri rannsókn voru kynntar á ráðstefnu í maí 1998. Heimildir: na Birna Jensdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Hrafn Pálsson, Ingibjörg Hjaltadóttir, Pálmi V. Jónsson, Ómar Harðarson, Sigurbjörg Sigur- geirsdóttir. (1995). Daglegt líf á hjúkrunarheimili. Heilsufar- og hjúkrunar- þörf íbúa á öldrunarstofnunum. Reykjavík: Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið, rit 2. ISBN 9979-872-00-4. Pálmi V. Jónsson, Anna Birna Jensdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Hrafn Pálsson, Ingibjörg Hjaltadóttir, Ómar Harðarson, Sigurbjörg Sigur- geirsdóttir. (1997). Mat á heilsufari og hjúkrunarþörf á elli- og hjúkrunar- heimilum. RAI mælitækið, þróun þess og sýnishorn af íslenskum niður- stöðum. Læknablaðið, 83, 640-644. Karon, S.L., og Zimmerman, D.R. (1996). Using Indicators to structure Quality Improvement Initiatives in Long-Term Care. Quality Manage- ment in Health Care, 4(3), 54-66. Morris, J.N., Hawes C., Fries, B.E., Phillips, C.D., Mor, V., Katz, S. (1990). Designing the national resident assessment instrument for nursing homes. The Gerontologist, 30, 293-307. Morris, J.N., Murphy, K., Nonemaker, S. (1997). Leiðbeiningar fyrir gagnasafn um heilsufar og hjúkrunarþörf íþúa á öldrunarstofnunum. íslensk þýðing og staðfæring: Anna Birna Jensdóttir, Hlíf Guð- mundsdóttir, Ingibjörg Hjaltadóttir. Reykjavík: Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið, 2. útgáfa, apríl. Zimmerman (1994). Quality Indicators. Center for Health Systems Research & Analysis. University of Wisconsin - Madison, júlí 1994. 212 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.