Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Síða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Síða 23
úr nýlegri könnun sem hún gerði meðal kennara. 630 - 40 kennarar skrifuðu um eigin reynslu af umhyggju og umhyggjuleysi í samskiptum við kennara," segir Sigríður, „það eru verstu tilfellin af umhyggjuleysi sem ég hef séð.“ Umhyggja og umhyggjuleysi Sigríður telur að umhyggjuleysi geti haft ótrúlega niður- brjótandi áhrif þar sem sjúklingar eigi á brattann að sækja. „Þegar frískt fólk verður fyrir umhyggjuleysi verður það ef til vill miður sín í nokkra daga en bæði umhyggja og um- hyggjuleysi hefur margföld áhrif þegar fólk er veikt fyrir. Það einkennir skjólstæðinga hjúkrunar að þeir eru veikir fyrir af einhverjum ástæðum." Sigríður heldur því ennfremur fram að umhyggja og umhyggjuleysi hafi ekki aðeins áhrif á skjólstæðinga hjúkr- unarfræðinga heldur einnig á starfsumhverfi þeirra. „Meira að segja sjúklingarnir taka eftir því. Kona, sem ég tók einu sinni viðtal við, sagðist hafa verið á tveimur deildum. Á annarri hafði ekki einn hjúkrunarfræðingur sýnt henni um- hyggju en hin deildin var beinlínis umhyggjusamfélag. Hún sá að það streymdi umhyggjan frá deildarstjóranum til hinna hjúkrunarfræðinganna." Þetta er höfuðatriði að mati Sigríðar sem telur að hægt sé að drepa niður umhyggju hjá hjúkrunarfræðingum með umhyggjuleysi, en jafnframt skapi umhyggja af sér umhyggju. Þess vegna séu góðir hjúkrunarstjórnendur gífurlega mikilvægir því það sé hægt að úthýsa umhyggju ef stjórnandinn er þannig, en um- hyggjusamur stjórnandi bæði iaði að sér umhyggjusama hjúkrunarfræðinga og þeir fái að njóta sín. „Við lifum í kristnu samfélagi þar sem umhyggja fyrir náunganum er eitt af aðalsmerkjum okkar sem þjóðar. En umhyggjan er fjöregg sem við verðum að gæta vel." Mikilvæg stétt í framhaldi af umræðunni um umhyggjusama hjúkrunar- fræðinga er fróðlegt að fá skoðun Sigríðar á stöðu hjúkr- unar á íslandi. „Menntun Íslenskra hjúkrunarfræðinga er öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Norðurlandaþjóðirnar nota ísland sem gott dæmi. Það eru ekki mörg lönd í heiminum sem hafa hjúkrunarnám eingöngu á háskólastigi." Sigríði finnst einnig að þeir sem hafi útskrifast úr Háskólunum bæði norðan heiða og sunnan hafi staðið sig mjög vel í námi tii meistaragráðu. Það sýni vel styrk menntunarinnar. Það beri líka vitni um góða menntun hvað hjúkrunarfræð- ingar standa sig vel í hinum ýmsu störfum. „Hjúkrunar- fræðingar eru þjóðhagslega mikilvæg stétt vegna þess að þeir búa yfir mikilli umhyggju." Sigríður álítur ástæðuna vera að umhyggjusamir einstaklingar leiti frekar í hjúkrunar- fræðinám og þegar menntunin bætist við ali það af sér faglega umhyggju. „Það er ákveðið sjálfsvai inn í hjúkrun. Þeim, sem velja hjúkrun, þykir yfirleitt vænt um fólk og langar að gera eitthvað fyrir aðra. Fagleg umhyggja er síð- an samspil hugar, hjarta og handa. Það er umhyggja sem byggist á þekkingu." Sigríður telur hjúkrunarfræðinga öfluga boðbera um- hyggju. „Ég hélt fyrirlestur á fyrstu ráðstefnu Heimilis og skóla og þá sá ég fjöldann allan af hjúkrunarfræðingum sem létu sig menntun varða. Hjúkrunarfræðingar láta ekki staðar numið að vinnutíma loknum heldur sinna þeir oft þjóðhagslega mikilvægum málum í frítíma sínum. Þeir láta sig málin varða í stóru og smáu. Einn ráðherrann okkar er hjúkrunarfræðingur til dæmis.“ Að mati Sigríðar er það vilji hjúkrunarfræðinga til að láta gott af sér leiða sem veldur því að þeir vinna við svo margt annað en hefðbundin hjúkrunarstörf. „Þeir sem eiga eða reka fyrirtæki sjá hjúkrunarfræðinga sem mjög trúverðuga starfsstétt. Menntað og gott fólk. Við erum fyrir fólkið og samfélagið treystir okkur fyrir ákveðnum hlutum." Prestsfrúarlífið Það er greinilegt að Sigríður tekur hlutverk sitt bæði sem hjúkrunarfræðingur og sem kennari alvarlega. Skyldi sama vera uppá teningnum þegar kemur að hlutverki prestsfrú- arinnar? „Ég upplifi mig aldrei sem prestsfrú heldur bara sem kristna konu. Ég er gift presti en ég er ekki dæmigerð prestsfrú," segir Sigríður, en viðurkennir þó að hún hafi ákveðnar skyldur. „Ég sinni þeim, en ég fer í kirkju af því að mig langar til þess. Ég var mjög kirkjurækin áður en maðurinn minn varð prestur." Sigríður og eiginmaður hennar höfðu verið saman í 12 ár áður en hann varð prestur og þau hafa alltaf verið kirkjurækin. „Ég hef alltaf fengið mikið út úr því að fara til messu. Þar fæ ég einmitt þessa andlegu endurnýjun sem ég leita að í klaustrum og á kyrrðarsetrum." Henni finnst það synd hvað fólk nýtir sér illa þetta tækifæri, þessa einu klukkustund á viku til að vera í kyrrð og friði með Guði í helgu húsi. Sigríður ítrekar að þegar hún segist ekki vera prestsfrú þá meini hún að það sé henni ekki kvöð heldur eitthvað sem hún hafi mikla ánægju af að gera. „í raun væri ég kannski enn kirkjuræknari ef ég væri ekki gift presti því stundum hef ég þurft að vera heima hjá börnunum þegar Gunnlaugur er að messa.“ Það er margt á skrifstofunni og í ræðu hennar sem bendir til þess að hún sé mjög trúuð. Er hún það? „Ég hugsa að ég sé bara venjulegur íslendingur að því leyti. Ég held að íslendingar séu almennt trúaðir. Það er bara mis- munandi hvernig þeir rækja sína trú. Þeir eru ekki allir kirkjuræknir en ég held að margir biðji. Annars á ég mjög erfitt með að leggja mat á það sjálf hversu trúuð ég er.“ Að endurnýja andann Hvað kom til að Sigríður var skipuð fyrsti prófessorinn í hjúkrun á íslandi í vor er leið? „Við áttum hér prófessors- stöðu og höfðum auglýst hana nokkrum sinnum en enginn sótti um. Mér virtist ég hafa birt nógu margar greinar og 215 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.