Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 34
Erla Dóris Halldórsdóttir Viðtai við Þorbjörgu Jónsdóttur Schweizer Ein af {vuMkerjuw. hj ú kru n arstéttari n nar Þorbjörg Jónsdóttir Schweizer Þorbjörg Jónsdóttir Schweizer er einn af frum- herjum íslensku hjúkrunarstéttarinnar. Hún fæddist 23. september 1903 og verður því 95 ára á þessu ári. Mynd af heimabæ hennar, Eintúnshálsi á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu, hangir við herbergisdyr hennar á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjar- klaustri þar sem hún dvelst nú. Þegar Þorbjörg hóf hjúkrunarnám sá Fjelag íslenskra hjúkrunarkvenna um skipulag þess en þá var enginn hjúkrunarskóli til í landinu. Hún lauk námi í apríl árið 1931, bætti við sérmenntun í geðhjúkrun og það átti eftir að nýtast henni síðar. Fyrir nokkru hlotnaðist mér sá heiður að fá að taka viðtal við Þorbjörgu. Hún bauð mig hjartanlega velkomna þrátt fyrir annir hjá henni um þær mundir. Sonarsonur hennar og fjölskylda hans voru í heimsókn þannig að mikið var að gera. Tveir synir Þorbjargar, eiginkonur þeirra og barnabörn hennar búa öll í Þýskalandi en þar bjó þún einnig sjálf í mörg ár. Draumurinn að verða héraðshjúkrunarkona f Þorbjörg segir að hún hafi átt sér draum sem ung stúlka um að verða héraðshjúkrunarkona: „Þegar ég var 24 ára langaði mig að læra hjúkrun. Ég þekkti konu sem var héraðshjúkrunarkona og það vakti áhuga minn fyrir starfinu. Ég gat valið á milli þess að fara í hjúkrunarnám til Akureyrar og taka þar sex mánaða námskeið í hjúkrun hjá yfirlækninum, Steingrími Matthíassyni. Hann kenndi að mestu sjálfur verðandi hjúkrunarkonum sínum. Svo var hinn kosturinn að fara í hjúkrunarnám sem Félag íslenskra hjúkrunarkvenna sá um en það nám tók þrjú og hálft ár. Ég valdi síðari kostinn og sé ekki eftir því. Ég sótti um að komast í hjúkrunarnám til félagsins árið 1927 og þurfti að bíða fram í desember. Á þessum tíma var allmikil aðsókn í hjúkrunarnámið til félagsins og færri komust að en vildu. Ég hóf námið á Vífilsstöðum. Þar var mikill vinna og mikið um veika sjúklinga. Ég átti að vera þar í námi í 11 mánuði en ílentist í 16 mánuði. Ástæðan var mikil mannekla og yfirhjúkrunarkonan bað mig um að vera lengur. Af þeim sökum komst ég ekki í námi mínu á hin almennu sjúkrahús hér á íslandi, þ.e. Sjúkrahús Akureyrar, Sjúkrahús Vestmanneyja eða á Sjúkrahús ísafjarðar. Vegna þessa kynntist ég ekki hjúkrun sjúklinga eftir skurðaðgerðir en það átti eftir að koma síðar. Þegar ég vann á Vífilsstöðum starfaði ég lengstum sem svokallaður Ijósanemi. Starf Ijósanemans fólst í því að sækja sjúklinga sem áttu að fara í Ijós en Ijósaböð voru hluti af meðferð í lækningu berklasjúklinga. Auk þess að halda Ijósastofunni í lagi átti neminn að fylgjast með þeim sjúklingum sem lágu úti í hrauni. Hluti af meðferð berkla- sjúklinga var að láta þá liggja úti undir byrgi í svefnpoka í hvaða veðri sem. Misjafnt var hversu lengi sjúklingar lágu þar og fór það eftir því hvað þeir treystu sér til. Þá þurfti neminn einnig seinni parts dagsins að vinna með yfirhjúkr- unarkonunni í apóteki hælisins við blöndun lyfja og síðan að fara með lyfin á deildir hælisins. Þetta var mjög reynslu- ríkur tími og jafnframt mjög erfiður.“ Hjúkrun áhættustarf „í mars 1929 fékk ég boð frá Sigríði Eiríksdóttur, formanni félagsins, um að ég ætti að fara á Nýja-Klepp. Ég var fyrsti hjúkrunarneminn þar en húsið hafði verið vígt nokkrum dögum áður. Nýi-Kleppur var við hlið Gamla-Klepps og þar voru 80 sjúkrarúm. Mér líkaði mjög vel þar og fékk mikinn áhuga á hjúkrun geðsjúkra. Ég ákvað að sér- mennta mig í geðhjúkrun þegar hinu almenna hjúkrunar- námi lyki. Við vorum þrír hjúkrunarnemarnir á Nýja-Kleppi, ég, Elín Ágústdóttir og ung kona að nafni Sigríður. Á námstím- anum veiktist Sigríður. Hún fékk bráðaberkla og lést í ágúst 1929. Þetta var mjög sorglegt. Það var áhætta að fara í hjúkrun á þessum árum. Ég fékk sjálf berkla í eitla á meðan ég var við nám þarna en mér batnaði. Staða þekk- ingar innan læknisfræðinnar var þannig að engin lyf þekktust gegn öndunarfærasýkingum og fleiri næmum 226 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.