Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 28
Þorgerður Ragnarsdóttir Viðtal við Marit Kirkevold, prófessor við háskólann í Ósló Of míkíð um [lA.lAAl/ltÓWl orð / tilefni af 25 ára afmæli námsbrautar í hjúkrunar- fræði við Háskóla íslands bauð Rannsóknar- stofnun í hjúkrunarfræði dr. Marit Kirkevold, prófessor í hjúkrunarfræði við Háskólann í Ósló, hingað til lands í lok ágúst. Marit, sem er yngsti prófessor í hjúkrunarfræði á Norðurlöndum, vill leggja áherslu á hagnýtar rannsóknir í hjúkrun sem komi sjúklingum til góða. Meðan Marit Kirkevold dvaldi hér á landi leiðbeindi hún í vinnusmiðju um hjúkrun endurhæfingarsjúklinga, sérstak- lega eftir heilablóðfall, en rannsóknir hennar undanfarin ár hafa aðallega verið á því sviði. Þá hélt hún fyrirlestur í há- tíðasal Háskóla íslands þar sem hún sagði meðal annars frá tilraunaverkefni á hjúkrunarheimilum í Noregi. Tilrauna- verkefnið, sem er nýhafið, snýst um að hvetja til hagnýtra rannsókna á nokkrum hjúkrunarheimlum með því að leiða saman hugmyndir fræðimanna og starfsfólks til að bæta hjúkrun. Há og glæsileg stóð hún í pontu fyrir framan nokkra íslenska hjúkrunarfræðinga sem biðu spenntir eftir að heyra hvað hún hefði fram að færa. „Eigum við ekki bara að hætta þessum hjúkrunarrannsóknum?" spurði hún blá- kalt. „Hingað til hafa þær eiginlega ekki haft nein áhrif á hvernig við stundum hjúkrun. Við getum ekki sýnt fram á að þær hafi leitt til betri hjúkrunarþjónustu. Til hvers erum við eiginlega að þessu? Fræðimenn í háskólum velta í rannsóknum sínum vöngum yfir öllum sköpuðum hlutum. Rannsóknirnar eru mjög merkilegar en þær skila sér ekki til þeirra sem stunda sjúklingana. Þeim sem hjúkra finnst fræðimennirnir hugsa eins og þeir séu frá annarri plánetu og áþreifanleg vandamál, sem þeir glíma við í starfi, leysast ekki með rannsóknunum. Á milli fræðimanna og starfandi hjúkrunarfræðinga er því gjá sem ekki hefur tekist að brúa.“ Fyrirlesarinn náði sannarlega athygli áheyrenda með þessum orðum. Hún er nú reyndar ekki á því að hjúkrun- arfræðingar eigi að leggja niður rannsóknir í faginu en vill stunda rannsóknir sem eru jarðbundnari, byggðar á reynslu í starfi og sem leiða til betri útfærslu á starfinu þannig að Dr. Marit Kirkevold það komi sjúklingum til góða. Hún lítur einnig þannig á að rannsóknum megi beita til að stýra gangi mála í þjóðfélag- inu. Það er ekki hver sem er sem þorir að tala svona en hér var ekki heldur neinn aukvisi á ferð. Marit Kirkevold fæddist í Bergen árið 1958 og er yngsti starfandi prófessor í hjúkrun á Norðurlöndum. Hjúkrunar- námi lauk hún árið 1979 frá Ullevál sjúkrahúsinu í Ósló. Eftir það starfaði hún í nokkra mánuði á Det Norske Radi- um Hospital sem er krabbameinssjúkrahús. Henni fannst hún ekki hafa lært nóg í grunnnáminu og hélt því til Banda- ríkjanna og hugðist Ijúka meistaraprófi. Hún fékk hins vegar ekki hjúkrunarprófið sitt viðurkennt og valdi því að byrja með tveggja ára námi til BSc gráðu. Eftir það lá leiðin í Teachers College of Columbia University í New York. Þaðan lauk hún fyrst meistaraprófi í hjúkrunarfræði og loks doktorsprófi 1989. Lokaritgerð hennar byggði á eigindlegri rannsókn á sérhæfðri deild fyrir sjúklinga sem fengið höfðu heilablóðfall. Gagna aflaði Marit með vettvangsrannsókn og viðtölum. Þau voru síðan grundvöllurinn að lýsingu hennar á hagnýtri þekkingu og aðferðum sem hjúkrunin á deildinni byggðist á. „Þrófessorinn minn var kona með ákveðnar hugmyndir um hjúkrun. Hún gekk berserksgang þegar ég valdi að rannsaka hjúkrun sjúklinga eftir heilablóðfall. Hún sagði að heilablóðfall væri læknisfræðihugtak sem alls ekki hæfði virtum fræðimanni í hjúkrun að fást við. „Hefurðu ekkert lært?" æpti hún og sagðist ekki skilja hvernig ég gæti verið komin í doktorsnám. Ég skildi ekki rök hennar. Þarna var skilgreindur hópur sjúklinga sem var hjúkrað á ákveðinn hátt. Hvernig gat það ekki komið hjúkrun við? Við það sat og ég fékk að halda áfram með verkefnið." Marit segist hafa farið í framhaldsnám vegna þess að hana hafi langað að verða betri klínískur hjúkrunarfræðing- 220 Tímarit hjúkrunarfræðinga 4. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.