Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 17
Anna Birna Jensdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Hrafn Pálsson, Ingibjörg Hjaltadóttir, Ómar Harðarson, Pálmi V. Jónsson, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Aðferðafræði mælinga á „raunverulegum aðbúnaði íbúa“ - RAI Uaqaasa^ia. um heilsufar og hjúkrunarþarfir AlÁYAðrA á ellí- og hjúkrunarheimilum íslendingar, 65 ára og eldri, voru um 29 þúsund eða 10,9% af þjdðinni árið 1993. Að jafnaði búa um 3000 þeirra á öldrunarstofnunum vegna heilsubrests. Hjúkrunarfræðingar, sem starfa á öldrunarstofnunum, bera ábyrgð á að heilsufar og hjúkrunarþarfir íbúa séu metnar að minnsta kosti árlega og oftar ef þörf krefur. Árið 1996 setti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra reglugerð um samræmt mat á öldruðum sem vistast á öldrunarstofnunum á íslandi. Ákvörðun um að styðjast við bandaríska mælitækið „Resident Assessment lnstrument-RAI“ var tekin í kjölfar forrannsóknar er framkvæmd var á íslandi árið 1994 (Anna Birna Jensdóttir o.fl., 1995, og Pálmi \/. Jónsson o.fi, 1997). Hér verður lýst einstökum þáttum RAI-mælitækis (sjá mynd 1) og notagildi þeirra ásamt niðurstöðum álagsmælinga á íslenskum öldrunarstofnunum. Gagnasafnið Sjálft mælitækið heitir „Minimum Data Set-MDS“. Á ís- lensku hefur það verið nefnt „Gagnasafn um heilsufar og hjúkrunarþarfir íbúa á öldrunarstofnunum“. Það tekur til um 400 atriða sem metin eru hjá hverjum einstaklingi. Eftir viðamiklar rannsóknir í Bandaríkjunum var komist að þeirri niðurstöðu, að þessi 400 atriði væru lágmark þess sem hægt væri að komast af með til að ná heildrænni mynd af heilsufari og hjúkrunarþörfum aldraðra íbúa á öldrunar- stofnunum (Morris, J.N., og fl.1990). Upplýsingum gagna- safnsins er skipað í flokka eins og sést í töflu 1. Markmið upplýsingasöfnunarinnar er að greina styrkleika, óskir og þarfir aldraðra og ná heildarmynd af getu þeirra. Upplýsinga er aflað með því að fara yfir sjúkraskrá íbúans, ræða við og fylgjast með honum, ræða við starfsfólk sem annast hann allan sólarhringinn, og ræða við aðra umönn- unaraðila, s.s. lækni, sjúkraþjálfara, prest, næringarráð- gjafa, iðjuþjálfa sem og fjölskyldu eða aðra nákomna hon- um. Með mælitækinu fylgir 107 blaðsíðna leiðbeiningabók (Morris, J.N., og fl. 1997). Þar er lýst tilgangi með upplýs- ingasöfnuninni, skilgreiningu á öllum hugtökum, fram- kvæmd og skráningu. Hjúkrunarfræðingar, sem setið hafa Raunverulegur aðbúnaður íbúa RAI (Resident Assessment Instrument) Tímamælingar Gagnasafn Gæðavisar (30) MDS (Minimum Data Set) (Quality Indicators) Alagsmælingar - flokkun RUG (Resource Utilization Groups) Tölvuskráning Hjúkrunarferli NAN0A Þyngdarstuðull Matslyklar (18) RAP (Resident Assessment Protocol) Mynd 1. Margþætt mælitæki Tafla 1. Flokkar gagnasafna um heilsufar og hjúkrunarþarfir íbúa á öldrunarstofnunum M. Persónuupplýsingar I. Sjúkdómsgreiningar AB. Lýðfræðilegar upplýsingar J. Heilsufarsvandi A. Persónuupplýsingar K. Munn- og næringarástand B. Vitræn geta L. Munn-og tannheilsa C. Tjáskipti M. Ástand húðar D. Sjón N. Þátttaka í mati E. Hugarástand og atferiismynstur O. Lyfjanotkun F. Andlegt atgervi P. Sérstök meðferð og aðgerðir G. Líkamleg færni og vandamál Q. Útskriftarmöguleikar og sjálfsbjargargeta H. Stjórn á þvagi og hægðum R. Upplýsingar um matið Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998 209
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.