Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 12
geta leynst í vinnuumhverfi þeirra (Gestal, 1987, Moore og Kaczmarek, 1990; Tan, 1991). ( stóru heilsufarsrannsókn- inni á hjúkrunarfræöingum í Bandaríkjunum, sem þekkt er undir nafninu „Nurses' Health Study" (Rannsókn á heilsu- fari hjúkrunarfræöinga) (Colditz, 1993), voru áhættuþættir í vinnuumhverfi ekki teknir með í reikninginn. Fyrir meira en tíu árum var þó á það bent að áhættuþættir brjósta- krabbameins gætu verið fyrir hendi í vinnuumhverfi hjúkr- unarfræðinga og í tengslum við starf þeirra að öðru leyti (Lemon, 1986). Með áhættuþáttum í starfsumhverfi er átt við það sem hjúkrunarfræðingar verða beinlínis fyrir í vinnuumhverfinu, en með áhættuþáttum, sem tengjast starfinu, er átt við lífsstílsatriði eins og aldur móður við fæðingu fyrsta barns. Áhættuþættir í vinnuumhverfi hjúkr- unarfræðinga eru líklegir til að vera mismunandi eftir því við hvað þeir starfa, á hvaða deildum þeir vinna og sérhæf- ingu þeirra sjálfra (Habel o.fl., 1995). Nám og störf geta haft áhrif á barneignamynstur, val á maka og þar með lífs- stílinn. Öll þessi atriði og miklu fleiri geta haft áhrif á heilsu kvenna og þar með hættuna á að þær fái brjósta- krabbamein. Rannsókn okkar var tilfella-viðmiðarannsókn innan hóps íslenskra hjúkrunarfræðinga en fyrri rannsóknir höfðu leitt í Ijós að heldur meira var um brjóstakrabbamein í þeirra hópi en meðal annarra íslenskra kvenna (Gunnarsdóttir og Rafnsson, 1995a). Þær niðurstöður voru í samræmi við það sem aðrir rannsakendur höfðu séð meðal hjúkrunar- fræðinga (Habel o.fl., 1995; Lund, 1985; Morton, 1995; Pukkala, 1995; Sankila, Karjalainen, Láárá, Pukkala og Teppo, 1990). í dánarmeinarannsóknum hefur einnig kom- ið fram að brjóstakrabbamein er tíðara meðal hjúkrunar- fræðinga en annarra kvenna (Gunnarsdóttir og Rafnsson, 1995b; Katz, 1983; Rubin, Burnett, Halperin og Seligman, 1993). Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort þættir, sem tengjast starfi hjúkrunarfræðinga, gætu ýtt undir brjóstakrabbamein í þeirra hópi. Efni og aðferðir Tilfellin í þessari tilfella-viðmiðarannsókn fengust með því að leita að kennitölum 2159 íslenskra hjúkrunarfræðinga í Krabbameinsskránni (Hrafn Tulinius og Jónas Ragnarsson, 1987). Nýgengi krabbameins (Gunnarsdóttir og Rafnsson, 1995a) og dánarmein (Gunnarsdóttir og Rafnsson, 1995b) hafði áður verið rannsakað í hópnum sem í voru allir kvenkyns hjúkrunarfræðingar á íslandi, útskrifaðir á ára- bilinu 1920-1979 samkvæmt upplýsingum úr Hjúkrunar- kvennnatali og Hjúkrunarfræðingatölum (Hjúkrunarfélag íslands, 1969; Hjúkrunarfélag íslands, 1979; Hjúkrunar- félag íslands, 1992). Til þess að hópurinn yrði sem sam- stæðastur slepptum við körlum, nunnum og hjúkrunar- fræðingum sem voru fæddir og menntaðir erlendis. Tólf hundruð fimmtíu og fjórir (58%) höfðu útskrifast 1970 eða síðar, 391 (18%) höfðu útskrifast 1960-1969, 246 (11%) 1950-1959 og 268 (12%) fyrir 1950. Allt frá árinu 1955 hafa öll krabbameinstilfelli á íslandi verið skráð í Krabbameinsskrána. Skráningin nær til alls landsins og á árunum 1980-1984 voru 91,4% skráðra til- fella meðal karla og 94,0% tilfella meðal kvenna staðfest með vefjarannsókn (Hrafn Tulinius og Jónas Ragnarsson, 1987). Fimmtíu og níu brjóstakrabbameinstilfelli fundust í hjúkrunarfræðingahópnum á árabilinu 1955-1994. í þess- um hópi voru fimm sem greinst höfðu með staðbundið krabbamein í brjósti (in situ). Ein þessara kvenna var látin. Dánarmein hennar var brjóstakrabbamein samkvæmt upp- lýsingum á dánarvottorði. Við ákváðum að þær sem fengið hefðu staðbundið krabbamein yrðu með í hópnum með þeim rökum að svipaðir orsakaþættir lægju að baki eins og þegar um ífarandi krabbamein er að ræða eins og aðrir hafa ályktað (Weiss o.fl., 1996). Tvöfalt fleiri viðmið, eða 118, voru valin af handahófi úr hópnum með aðferðum sem lýst er hjá Bradford Hill (Bradford Hill, 1971). Viðmiðin voru valin af handahófi úr sama hópi og tilfellin komu úr. Með þessu móti er leitast við að láta þau endur- spegla áreitin sem allur hópurinn verður fyrir. Smæð hóps- ins olli því að við vildum ekki taka brottfallsáhættu með pörun. Sumir hjúkrunarfræðinganna höfðu sérhæft sig í hjúkr- un. Áður en við reiknuðum út áhættuhlutföll hjá þeim flokk- uðum við saman sérhæfingu sem við töldum að gæti haft meiri áhættu í för með sér en annað. í þessum flokki var gjörgæslu-, krabbameins-, röntgen-, skurðstofu- og svæf- ingarhjúkrun. Við gerðum ráð fyrir því að hjúkrunarfræðing- ar, sem hefðu unnið við hjúkrun af þessu tagi, hefðu getað orðið fyrir áhrifum ýmiss konar efna, frumuhemjandi lyfja, geislunar og svæfingargasa (Gestal, 1987; Moore og Kaczmarek, 1990; Tan, 1991). Hjúkrunarfræðingar, sem höfðu sérhæft sig á þessum sviðum, voru í hópnum sem við kölluðum Sérhæfingu I. í hópnum Sérhæfing II voru á hinn bóginn hjúkrunarfræðingar sem við gerðum ráð fyrir að hefðu hlotið sérhæfingu í hættuminna umhverfi, þ.e. þeir sem höfðu sérhæft sig í barna-, geð-, handlæknis- /lyflæknis- eða öldunarhjúkrun, heilsugæslu og „annarri hjúkrun". Tölvunefnd gaf leyfi til rannsóknarinnar og samkeyrslu hjúkrunarfræðingahópsins við Krabbameinsskrá. Læknar hjúkrunarfræðinganna, sem höfðu fengið krabbamein, voru spurðir leyfis um að samband væri haft við sjúklinga þeirra. Siðfræðinefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mat verkefnið og gaf leyfi fyrir sitt leyti. Spurningalisti var sendur til allra hjúkrunarfræðinganna eða nánustu aðstandenda þeirra ef hjúkrunarfræðingarnir voru látnir eða ófærir um að svara sjálfir. í kjölfarið var hringt til viðkomandi og hann eða hún beðin að svara list- anum í síma. Þannig var aflað upplýsinga um starfssög- una, þ.e. hvort hjúkrun hefði verið aðalstarf viðkomandi, 204 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.