Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 13
spurt var um vinnu á ýmsum deildum, hjónabands- og þjóðfélagsstöðu (sem metin var eftir formlegri menntun makans meðal giftra hjúkrunarfræðinga), barneignir, brjósta- gjöf, tíðasögu, notkun getnaðarvarnarpillu, notkun tíða- hvarfahormóna, góðkynja brjóstaæxli, krabbamein í ætt, líkamlega hreyfingu, vítamínneyslu, mataræði, reykingar, áfengisneyslu, streitu í starfi, álag og ákvarðanarétt í starfi. Allir hjúkrunarfræðingarnir fundust í þjóðskrá og þar mátti sjá hverjir þeirra voru enn á lífi. Tuttugu og einn hjúkrunarfræð- ingur var látinn eða 36% af þeim 59 sem höfðu fengið brjóstakrabbamein. Fimmtán hjúkrunarfræðingar af viðmið- unum 118 voru látnir, þ.e. 13%. Haft var samband við nána ættingja allra hinna látnu. Fjórar konur, þ.e. þrír þjálfaðir spyrj- endur og einn rannsakenda (HKG), tóku viðtölin við hjúkrun- arfræðingana eða náinn aðstandanda þeirra. Mestur hluti viðtalanna fór fram á þremur dögum í sömu vikunni. Svör fengust hjá 93% tilfellanna og 98% viðmiðanna, þannig að þátttakan var tæp 97% þegar á heildina var litið. Aðstandendur áttu í erfiðleikum með að svara ýmsum spurningum en margir þeirra lögðu sig mjög fram um að afla upplýsinganna sem óskað var. Við ákváðum að fylla upp í svörin varðandi starfstíma og vinnu á hinum ýmsu deildum með því að nota upplýsingar úr Hjúkrunarkvenna- tali og Hjúkrunarfræðingatölum (Hjúkrunarfélag íslands, 1969; Hjúkrunarfélag íslands, 1979; Hjúkrunarfélag ís- lands, 1992) sem geyma upplýsingar um starfssögu allra íslenskra hjúkrunarfræðinga frá 1920-1979, þótt þær upplýsingar séu ekki tæmandi. Samkvæmt upplýsingum frá ritnefnd hjúkrunarfræðingatalanna veittu hjúkrunarfræð- ingarnir sjálfir þessar upplýsingar í langflestum tilfellum. Sömu aðferð var beitt bæði við látin viðmið og tilfelli. Upp- lýsingar fengust hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins um aldur við upphaf tíða, aldur við tíðahvörf, notkun getnaðar- varnarpillu og notkun tíðahvarfahormóna meðal nokkurra látinna hjúkrunarfræðinga, en um það bil 80% kvenna á aldrinum 25-69 ára fara á leitarstöðina á ári hverju (Tryggva- dóttir, L, Tulinius, H., Lárusdóttir, M., 1994). Upplýsingar varðandi hormónatöku voru þó af skornum skammti, en hafa ber í huga að margar í hópnum voru komnar af barnseignaaldri þegar getnaðarvarnarpillan kom á markað og tíðahvarfahormón ekki á boðstólum. Með þessu móti var leitast við að bæta í eyðurnar og leiðrétta minnis- skekkjur hjá aðstandendum (Stewart og Stewart, 1994). Tölfræðiforritið S-plús var notað við úrvinnslu á gögn- um (Statistical Sciences, 1995). Við reiknuðum áhættu- hlutföll og 95% öryggisbil og mátum vægi nokkurra mögu- legra truflandi þátta með óskilyrtri, lógískri aðfallsgreiningu (Kleinbaum, Kupper og Chambles, 1982). Þegar svar vantaði var því sleppt. í útreikningunum var ævinlega tekið tillit til fæðingarárs, þannig að konur, sem fæddar voru um svipað leyti, voru metnar saman. Aldursdreifingin sést í töflu 1. Við athuguðum hvort fæðingarárið skipti máli fyrir útkomuna og við lagskiptum eftir aldri. Tafla 1. Aldursdreifing rannsóknarhópsins, 55 tilfelli brjóstakrabbameins, 116 viðmið í hópi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fæðingarár 1889-1900 1901-1920 1921-1940 1941-1956 Tilfelli 3 (5,4%) 15(27,3%) 24 (43,6%) 13 (23,6%) Viðmið 5 (4,3%) 13 (11,2%) 29 (25,0%) 69 (59,5%) Niðurstöður Þegar litið var til ýmissa breyta kom í Ijós að áhættan á brjóstakrabbameini var mest þegar brjóstakrabbamein hafði greinst hjá nánum kvenkyns ættingjum, meðal barn- lausra, ógiftra, meðal þeirra sem voru giftar mönnum með framhaldsmenntun og meðal þeirra sem höfðu neytt fitu- ríkrar fæðu (tafla 2). Áhættuhlutfall var lágt meðal reyk- ingakvenna. Tafla 2. Áhættuhlutföll og 95% öryggisbil (95% ÖB) ýmissa breyta hjá 55 tilfellum og 116 viðmiðum í hópi hjúkrunarfræðinga á árunum 1955-1994. Aðlagað með tilliti til fæðingarárs Ýmsar breytur Áhættuhlutföll 95% ÖB Brjóstakrabbamein í ætt Nánasti ættingi * 2,58 0,96-6,94 Systir 2,83 1,03-7,81 Náinn eða fjarskyldari ættingi ** 2,55 1,12-5,81 Fjarskyldari ættingi *** 1,37 0,60-3,12 Barneignir Barnleysi 1,51 0,56-4,05 Aldur frumbyrju >25 ár 1,24 0,52-2,97 Tíðasaga Aldur við fyrstu tíðir >15 ár 1,20 0,33-4,34 Aldur við tíðahvörf >50 ár 0,60 0,23-1,59 Hormónanotkun Einhver notkun getnaðarvarnarpillu 1,23 0,48-3,13 Einhver notkun tíðahvarfahormóna 0,79 0,33-1,92 Hjúskapar- og þjóðfélagsstaða Hefur aldrei gifst 1,79 0,65-4,92 Maki með framhaldsmenntun 1,66 0,74-3,71 Önnur atriði Fituríkt fæði 2,62 0,91-7,52 Fiskríkt fæði 0,53 0,12-2,35 Reykti um einhvern tíma 0,35 0,16-0,76 Neytti eitthvað áfengis 0,66 0,23-1,91 * Nánustu ættingjar eru móðir eða systir. ** Nánir eða fjarskyldir ættingjar eru: móðir, systir eða fjarskyldari ættingar. *** Fjarskyldir ættingjar eru: fjarskyldari ættingjar en móðir eða systir. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.