Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Qupperneq 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.1998, Qupperneq 32
brigðismálastofnuninni árið 1951 og sinnti þar ráðgjafar- störfum fyrir fjölmörg ríki. Áður en hún hóf störf hjá Evrópu- deildinni starfaði hún sem hjúkrunarmálafulltrúi á aðal- skrifstofum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Genf. Heimsóknin til íslands Þegar Maria Tito de Moraes kom til íslands tóku m.a. Þor- björg Jónsdóttir, skólastjóri Hjúkrunarskóla íslands, María Þétursdóttir, formaður Hjúkrunarfélags íslands, og Elín Eggerz Stefánsson, hjúkrunarfræðingur, á móti henni og skipulögðu dvöl hennar hér á landi (Hjúkrunarfélag íslands, 1970). Hún heimsótti m.a. Hjúkrunarskóla íslands, Ljós- mæðraskóla íslands, Hjúkrunarfélag íslands og Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur og lauk miklu lofsorði á það sem hún sá (Hjúkrunarfélag íslands, 1970; Tito de Moraes, 1970). [ viðtali, sem Alda Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur (1970) tók við hana á meðan á heimsókn hennar stóð, sagði Maria: „Ég kom til íslands í boði landlæknis. Það er mér mikill heiður að hafa þegið boð þetta, í krafti hvers mér gafst kostur á að kynnast heilbrigðisyfirvöldum landsins og starfssystrum mínum á sviði hjúkrunar og fæðingarhjálpar svo og tækifæri til mikilsverðra skoðanaskipta og upp- fræðslu um hjúkrun og fæðingarhjálp á íslandi, og síðast en ekki sízt til þess að ræða hvað við höfum á prjónunum varðandi hjúkrun hjá Evrópustofnuninni. Heimsókn mín til íslands varð mér tækifæri til þess að kynnast frekar ykkar fagra, töfrafulla landi, sem ég hef lesið svo mikið um.“ Maria R. Tito de Moraes er komin hátt á níræðisaldur og hefur síðustu árin búið í Lissabon í Þorúgal. í bréfi, sem hún skrifaði Maríu Rétursdóttur í desember 1996, segir að þó að hún merki að kraftar þverri, líti hún enn á sig sem sterka og óháða manneskju og afþakki aðstoð sem henni býðst. Hún nýtur þess að hafa fjölskyldu sína í kringum sig og á stóran vinahóp. María Þétursdóttir skrifaði henni m.a. til að fá að vita hvers vegna hún hefði mælt með hjúkrunarnámi í háskóla á íslandi. í svarinu segir: „Þið voruð frábærir fagmenn, vel upplýstir um það nýjasta sem var að gerast á sviði hjúkrunar, ekki aðeins á sjúkrahúsum (þar sem við vinnum oft í þverfaglegum hóp- um en höldum sjálfstæði okkar og berum ábyrgð á gerð- um okkar), heldur einnig í heilsuvernd, sem ég álít enn vera háleitasta markmið hjúkrunarstarfsins, það að við- halda heilbrigði fólks. Þið þekktuð til hlítar menningu, samfélag, fjárhag, menntun og heilbrigði þjóðar ykkar; þið höfðuð áhuga á hjúkrun í nútíð og framtíð. Þá, á áttunda áratugnum sællar minningar, var nauðsynlegt að vekja athygli yfirvalda heilbrigðis- og menntamála á framförum, sannfæra þau, en viðhalda jafnframt einkennum hjúkrunar- stéttarinnar, bera ábyrgð á að skilgreina hjúkrun í verki, siðfræði hjúkrunar, fagmennsku og starfsánægju í hjúkr- unarstarfi. Það var ábyrgðarhluti að sanna að hjúkrun í háskóla var miklu meira en markmið í sjálfu sér. í því fólst viðurkenning á menningarlegum, vísindalegum og 224 tæknilegum kröfum sem voru forsendur virkrar þátttöku hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisþjónustu og þróun starfsins. Það myndi jafnframt skapa grunn að góðum samskiptum í samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir. Eins og þið munið var Ijóst að nýjungar í tækni og vísindum gerðu störf okkar stöðugt flóknari og að ákvarðanir, sem við urðum að taka, kröfðust mikillar þekkingar og að háskólamenntun gat veitt nauðsynlega undirstöðu (til að greina vandamál, gagnrýna eigin störf, finna nýjar leiðir, gera áætlanir o.s.frv.). Ég held að við höfum jafnframt glaðst yfir að sjá fram á að hjúkrun, sem felst í þeirri athygli og umhyggju sem við veitum sjúk- um og heilbrigðum, krafðist virkrar fræðilegrar hugsunar, og þannig varð starfið áhugaverðara og meira spennandi. Ég man vel hve ánægjulegt var að tala við ykkur um þetta allt og læra af ykkur hvernig þið leystuð önnur vandamál í starfi ykkar. Brautryðjendastarf ykkar gekk ekki mótþróalaust fyrir sig en einbeitni ykkar í að berjast til sigurs einkenndist af þekkingu, kjarki og góðvild til að vinna þýðingarmikið afrek fyrir hjúkrun" (Tito de Moraes, 1996). í kjölfar heimsóknarinnar héldu umræður um hjúkrunar- nám á háskólastigi áfram og á næstu árum var tekið til við að undirbúa stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði við HÍ. Þátt í þeirri vinnu tóku aðrir fulltrúar frá Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni. Vera Maillart kom árið 1972 og Dorothy C. Hall kom þrisvar á árunum 1973 - 1975 til ráðgjafar um skipulagningu og starfrækslu námsbrautarinnar. Skýrsla Mariu Þ. Tito de Moraes, sem hún skrifaði fyrir Aiþjóðaheilbrigðismálastofnunina, hafði töluverð áhrif á gang mála. María Rétursdóttir minnist þess að um það var rætt að ekki væri hægt að koma á hjúkrunarnámi í háskóla annars staðar á Norðurlöndum því þar væri jarðvegurinn hreinlega ekki tilbúinn. Hér horfði öðruvísi við og Maria Þ. Tito de Moraes skynjaði það. „Við sögðum við hana að ef hún mælti með stofnun hjúkrunarnáms á háskólastigi þá myndi það ganga. Það þýddi ekkert fyrir okkur að gera það,“ segir María Þétursdóttir. Þannig var það' sameigin- legt átak margra sem loks fæddi af sér námsbraut í hjúkrunarfræði við HÍ sem nú hefur starfað í 25 ár og hefur löngu sannað ágæti sitt. Heimildir Alda Halldórsdóttir (1970). Fulltrúi WHO heimsækir ísland. (Viðtal við Mariu P. Tito de Moraes). Tímarit Hjúkrunarfélags íslands, 48 (4), 112 - 113. Háskóli íslands (1976). Greinargerð með tillðgum að reglugerð fyrir námsbraut i hjúkrunarfræði við Háskóla islands (skýrsla). Reykjavík: Háskóli íslands, námsbraut í hjúkrunarfræði. Hjúkrunarfélag íslands (1970). Fulltrúi WHO heimsækir Island. SSN 50 ára (sérrit) Timarit Hjúkrunarfélags íslands 47, (2-3), 51. María Pétursdóttir (1967). Ýmislegt úr dagsins önn. Tímarit Hjúkrunarfé- lags íslands, 43(3), bls. 49 og 71. María Pétursdóttir (1968). Hjúkrunarmál - Erindi flutt á ráðstefnu Lækna- félags íslands. Timarit Hjúkrunarfélags íslands, 44(1), bls. 4-7. Tito de Moraes, Maria P. (1970). Report on a visit to lceland 12 - 15 May 1970 (skýrsla). WHO, Regional Office for Europe. Tito de Moraes, Maria P. (1996). Bréf til Maríu Pétursdóttur, dags. 16. desember 1996. Vilmundur Jónsson (1942). Nokkur framtíðarmál hjúkrunarkvenna. Hjúkr- unarkvennablaðið, 78(2-3), 1-3. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 4. tbl. 74. árg. 1998
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.